Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. september 2018 10:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvöddu Schruns með því að gefa áritanir og taka myndir
Icelandair
Kári Árnason áritaði treyjur.
Kári Árnason áritaði treyjur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er mætt til St. Gallen í Sviss þar sem liðið leikur við heimamenn í Þjóðadeildinni á morgun. Þetta er fyrsti leikur liðanna í Þjóðadeildinni sem er nýtt fyrirbæri.

Hægt er að lesa meira um Þjóðadeildina með því að smella hér eða hér. Þú getur svo líka smellt hér til þess að sjá útskýringarmyndband frá UEFA.

Íslenska landsliðið kom til St. Gallen í gær eftir að hafa verið í Austurríki síðustu daga. Liðið dvaldi í Schruns sem er fámennur, fallegur bær handan landamæranna.

Liðið var með opna æfingu í gær og var nokkuð fjölmennt í stúkunni, íslenska landsliðið var vinsælt á meðal íbúa í Schruns.

Eftir æfinguna í gær gáfu leikmenn sér tíma til að gefa áritanir og taka myndir með ungum stuðningsmönnum sem voru spenntir að hitta íslensku landsliðsmennina.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir.

Leikurinn gegn Sviss hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Fótbolti.net verður með beina textalýsingu frá leiknum. Fylgist með!
Athugasemdir
banner
banner
banner