Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   mán 07. október 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca: Erum að verða að alvöru liði
Mynd: EPA
Enzo Maresca sagðist vera sáttur eftir 1-1 jafntefli Chelsea gegn Nottingham Forest í jöfnum leik í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Bæði lið fengu góð færi til að bæta við mörkum en tókst ekki þar sem báðir markmennirnir áttu stórleik, Robert Sánchez í marki Chelsea og Matz Sels hjá Forest.

Chelsea er í fjórða sæti ensku deildarinnar með 14 stig eftir 7 umferðir og segist Maresca þjálfari vera ánægður með þróun mála eftir að hafa tekið við félaginu í sumar.

„Ég sé að leikmannahópurinn er að berjast fyrir hvorn annan, mér líður eins og strákarnir séu mjög samstilltir og með hausinn í lagi. Ég er ánægður með andlegu hliðina," sagði Maresca og var svo spurður hvort hann hefði áhyggjur af fjöldanum af spjöldum sem leikmenn hans fá eftir sex gul spjöld gegn Forest í dag.

„Þetta er eitthvað sem við megum reyna að laga en satt að segja er ég ánægður með baráttuna sem leikmenn sýna, þó að það geti kostað nokkur auka gul spjöld. Þeir eru að þjappast saman og verða að alvöru liði. Ég sé ekkert raunverulegt vandamál.

„Núna förum við inn í landsleikjahléð og höfum smá tíma til að skipuleggja framhaldið."

Athugasemdir
banner