Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kallaði Newcastle fávita
Mynd: Newcastle
Karl-Heinz Rummenigge, ráðamaður hjá Bayern München, kallaði Newcastle fávita fyrir að hafa greitt 69 milljónir punda fyrir Nick Woltemade í sumar. Rummenigge óskaði Stuttgart til hamingju með að hafa fundið fávita sem væru tilbúnir að borga þá upphæð fyrir framherjann.

Woltemade er þýskur landsliðsframherji sem Bayern München vildi fá í sínar raðir í sumar, en Bayern var ekki tilbúið að borga 69 milljónir punda.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, var spurður út í þessi ummæli á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Union Saint-Gilloise í Meistaradeildinni í dag.

„Kraftar markaðarins stýra kaupverðum, ekki endilega eitthvað eitt félag. Við erum mjög ánægðir að hafa Nick hjá okkur."

„Mér finnst hann hafa byrjað sterkt á erfiðum kafla fyrir hann, honum var þrýst beint í að spila, enginn almennilegur æfingatími með okkur og mér finnst hann hafa gert mjög, mjög vel, svo við erum mjög ánægðir að hafa hann hjá okkur og kaupverðið, fyrir mitt leyti, kemur málinu ekkert við,"
sagði Howe.
Athugasemdir
banner