Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 07. desember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Endrick nálgast Real Madrid
Mynd: Getty Images
Það lítur út fyrir að Real Madrid sé að vinna kapphlaupið um brasilíska undrabarnið Endrick.

Fabrizio Romano greinir frá því að spænska félagið sé búið að ná samkomulagi við leikmanninn sjálfan en eigi aðeins eftir að klára nokkur skref til að hægt verði að staðfesta þetta formlega.

Endrick er aðeins 16 ára gamall en hann leikur með Palmeiras í heimalandinu.

PSG er sagt hafa boðið Palmeiras 58 milljónir evra fyrir leikmanninn en því var hafnað. Samkvæmt heimildum Romano bauð Real 70 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner