
Ibrahima Konate, landsliðsmaður Frakklands og varnarmaður Liverpool, segir að Kylian Mbappe hafi ekki verið með á æfingu liðsins í gær vegna þess að hann hafi fengið hvíld.
„Það er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af. Hann var bara hvíldur í gær. Það var bara létt endurheimtaræfing, við vorum í fríi daginn á undan. Hann var inni að æfa og allt er í fínu lagi," segir Konate.
Mbappe er markahæsti leikmaður HM, kominn með fimm mörk. Það verður væntanlega í verkahring Kyle Walker að reyna að halda honum í skefjum þegar England og Frakkland mætast á laugardagskvöld í 8-liða úrslitum HM.
„Walker er einn besti hægri bakvörður heims, ég get ekki beðið eftir að sjá einvígi þeirra," segir Konate.
Athugasemdir