Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 08. janúar 2019 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pep fiktaði ekki í grasinu fyrir leikinn gegn Liverpool
Mendy verður klár í kringum mánaðarmótin
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola hélt fréttamannafund í dag og var spurður hvort það væri rétt að hann hafi sagt staðarhaldaranum á Etihad að leyfa grasinu að vaxa meira en vanalega fyrir leik Manchester City gegn Liverpool.

Orðrómur þess efnis fór á kreik eftir 2-1 sigur Man City, þar sem grasið á Etihad virtist vera lengra en vanalega á myndum.

Lee Jackson er staðarhaldarinn á Etihad og segir hann þetta vera falsfréttir. Pep er á sama máli.

„Ég er ekki staðarhaldarinn hérna. Ég átti ekkert samtal við neinn um grasið á vellinum. Liverpool spilar snöggan fótbolta en við viljum spila enn sneggri bolta," sagði Pep.

Pep var svo spurður út í meiðsli bakvarðarins Benjamin Mendy sem hefur verið mikið frá keppni frá komu sinni til Man City.

„Mendy er byrjaður að æfa einn. Það eru kannski tvær eða þrjár vikur í að hann sé klár."

Þá var stjórinn einnig spurður út í sölu ungstirnisins Brahim Diaz til Real Madrid.

„Við gerðum allt í okkar valdi til að halda Brahim hjá félaginu, alveg eins og með Jadon (Sancho) og Phil (Foden). Vonandi fær hann spilatíma hjá sínu nýja félagi, hann er góður strákur."
Athugasemdir
banner
banner