Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. janúar 2023 12:00
Aksentije Milisic
„Man Utd verður fyrst að ræða við Burnley sem mun svo ræða við okkur"
Wout Weghorst.
Wout Weghorst.
Mynd: Getty Images

Ceyhun Kazanci, yfirmaður íþróttamála hjá Besiktas, hefur tjáð sig um sóknarmann liðsins, Wout Weghorst.


Manchester United hefur áhuga á að fá leikmanninn til sín á láni út þetta tímabil en Weghorst er á láni hjá Besiktas í Tyrklandi frá Burnley.

Weghorst hefur staðið sig vel í Tyrklandi en Kazanci segir það ljóst að Besiktas verði að fá einhverjar bætur ef hann fer frá liðinu í mánuðinum.

„Ef Man Utd vill fá Weghorst, þá verður það fyrst að ræða við Burnley sem mun svo ræða við okkur," sagði Kazanci.

„Ef við samþykkjum, þá mun lánssamningur hans hér enda. Ef ekki, þá mun hann vera hér áfram þangað til júní. Hann getur ekki farið svona. Það verða að koma bætur fyrir okkur“.

Weghorst virtist vera vera kveðja stuðningsmenn Besiktas eftir leik liðsins í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner