Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 08. júlí 2021 20:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Björn Daníel: Undir mér komið að geta eitthvað núna
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það var erfitt að brjóta þá niður, ágætis lið og gott að Lenny náði að stökkva hæst í teignum og skora. Við hefðum getað skorað eitt í fyrri hálfleik en sætt að ná þessu í lokin," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, eftir sigur gegn Sligo Rovers í kvöld.

„Við náum þessu eina marki og það er mikilvægt. Útivallarmörk telja ekkert lengur og það er mikilvægt að vera yfir í einvíginu áður en við förum út."

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Sligo Rovers

„Evrópuleikir eru svona"
Getiði verið sáttir með heildarframmistöðuna?

„Já, mestmegnis. Mér fannst við öflugri í fyrri hálfleik en einhvern part af seinni hálfleik vorum við ekki nógu góðir. Evrópuleikir eru svona, þú nærð góðum köflum og svo koma slæmir kaflar. Það er bara að 'stick through it' þessa slæmu kafla, við gerðum það og það var gott."

Vissi að hann myndi ekki spila mikið
Þú varst á bekknum í upphafi móts en hefur spilað síðustu leiki liðsins eftir að Óli tók við. Hvernig er skrokkurinn og standið á þér?

„Það er allt í lagi. Ég er búin að berjast við ákveðin meiðsli, ég var eiginlega allt síðasta tímabil með pirrandi meiðsli í hnénu sem aftraði því að ég gat beitt mér 100%. Það hélt áfram í vetur, ég lenti tvisvar í sóttkví og það aftraði því að ég næði að koma því í lag. Þetta stopp og allt þetta dæmi. Ég er smá aumur í hnénu eftir síðustu tvær vikur, leiki og æfingar. Það er gott að við fáum viku í hvíld núna."

„Það er að sjálfsögðu gott að vera byrjaður að spila aftur. Ég vissi það alveg í byrjun tímabilsins að ég myndi ekki spila mikið en það var alltaf planið að koma sterkur inn í seinni partinn og það er undir mér komið að geta eitthvað núna,"
sagði Björn að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner