Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 08. júlí 2021 20:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Björn Daníel: Undir mér komið að geta eitthvað núna
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það var erfitt að brjóta þá niður, ágætis lið og gott að Lenny náði að stökkva hæst í teignum og skora. Við hefðum getað skorað eitt í fyrri hálfleik en sætt að ná þessu í lokin," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, eftir sigur gegn Sligo Rovers í kvöld.

„Við náum þessu eina marki og það er mikilvægt. Útivallarmörk telja ekkert lengur og það er mikilvægt að vera yfir í einvíginu áður en við förum út."

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Sligo Rovers

„Evrópuleikir eru svona"
Getiði verið sáttir með heildarframmistöðuna?

„Já, mestmegnis. Mér fannst við öflugri í fyrri hálfleik en einhvern part af seinni hálfleik vorum við ekki nógu góðir. Evrópuleikir eru svona, þú nærð góðum köflum og svo koma slæmir kaflar. Það er bara að 'stick through it' þessa slæmu kafla, við gerðum það og það var gott."

Vissi að hann myndi ekki spila mikið
Þú varst á bekknum í upphafi móts en hefur spilað síðustu leiki liðsins eftir að Óli tók við. Hvernig er skrokkurinn og standið á þér?

„Það er allt í lagi. Ég er búin að berjast við ákveðin meiðsli, ég var eiginlega allt síðasta tímabil með pirrandi meiðsli í hnénu sem aftraði því að ég gat beitt mér 100%. Það hélt áfram í vetur, ég lenti tvisvar í sóttkví og það aftraði því að ég næði að koma því í lag. Þetta stopp og allt þetta dæmi. Ég er smá aumur í hnénu eftir síðustu tvær vikur, leiki og æfingar. Það er gott að við fáum viku í hvíld núna."

„Það er að sjálfsögðu gott að vera byrjaður að spila aftur. Ég vissi það alveg í byrjun tímabilsins að ég myndi ekki spila mikið en það var alltaf planið að koma sterkur inn í seinni partinn og það er undir mér komið að geta eitthvað núna,"
sagði Björn að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner