Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 08. júlí 2021 20:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Björn Daníel: Undir mér komið að geta eitthvað núna
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það var erfitt að brjóta þá niður, ágætis lið og gott að Lenny náði að stökkva hæst í teignum og skora. Við hefðum getað skorað eitt í fyrri hálfleik en sætt að ná þessu í lokin," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, eftir sigur gegn Sligo Rovers í kvöld.

„Við náum þessu eina marki og það er mikilvægt. Útivallarmörk telja ekkert lengur og það er mikilvægt að vera yfir í einvíginu áður en við förum út."

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Sligo Rovers

„Evrópuleikir eru svona"
Getiði verið sáttir með heildarframmistöðuna?

„Já, mestmegnis. Mér fannst við öflugri í fyrri hálfleik en einhvern part af seinni hálfleik vorum við ekki nógu góðir. Evrópuleikir eru svona, þú nærð góðum köflum og svo koma slæmir kaflar. Það er bara að 'stick through it' þessa slæmu kafla, við gerðum það og það var gott."

Vissi að hann myndi ekki spila mikið
Þú varst á bekknum í upphafi móts en hefur spilað síðustu leiki liðsins eftir að Óli tók við. Hvernig er skrokkurinn og standið á þér?

„Það er allt í lagi. Ég er búin að berjast við ákveðin meiðsli, ég var eiginlega allt síðasta tímabil með pirrandi meiðsli í hnénu sem aftraði því að ég gat beitt mér 100%. Það hélt áfram í vetur, ég lenti tvisvar í sóttkví og það aftraði því að ég næði að koma því í lag. Þetta stopp og allt þetta dæmi. Ég er smá aumur í hnénu eftir síðustu tvær vikur, leiki og æfingar. Það er gott að við fáum viku í hvíld núna."

„Það er að sjálfsögðu gott að vera byrjaður að spila aftur. Ég vissi það alveg í byrjun tímabilsins að ég myndi ekki spila mikið en það var alltaf planið að koma sterkur inn í seinni partinn og það er undir mér komið að geta eitthvað núna,"
sagði Björn að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner