Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
Sandra María: Vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn
Glódís meyr og stolt - „Shit, ég get náð honum"
Ingibjörg beðið lengi - „Var gráti nær að fagna þessu"
Natasha: Æði að heyra í öllum stelpunum öskra okkur áfram
Sveindís ótrúlega vinsæl - „Hlakka til að fá að spila með þeim"
Alexandra: Það er ekkert verra svo að það varð að veruleika
Karólína ætlar að dansa fram á nótt - „Eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum"
banner
   mán 08. júlí 2024 22:23
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur Ágúst: Ég hlusta á það sem Heimir segir og geri það
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Úlfur Ágúst Björnsson leikmaður FH skoraði eina mark heimamanna í dag þegar FH gerði 1-1 janftefli við KA á Kaplakrika í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 KA

„Mér fannst að við hefðum bara átt að klára þetta og fá öll þrjú stigin. Við vorum nálægt því í lokin og mér langaði í öll þrjú."

Leikurinn var frekar jafn lengi og það var harka í honum. 

„Eins og þú segir þá var bara mikil harka og leikurinn svona kaflaskiptur inn á milli, mikið tempó í honum. Það var gott að spila leikinn og þetta hefði getað farið betur í dag en svona er þetta bara."

Úlfur spilaði fyrri hálfleikinn djúpur á miðjunni. Það þótti frekar óvanalegt þar sem Úlfur spilar yfirleitt sem fremsti maður.

„Ég bara hlusta á það sem Heimir segir, og ég geri það bara. Ég bara sinni því og svo fer bara eftir hvernig leikurinn þróast. Við erum bara að spila svona ákveðin kerfi inn á milli, við spiluðum svipað á móti Breiðablik og héldum því áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner