Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   fim 08. ágúst 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skipta um dómara fyrir Samfélagsskjöldinn
Jarred Gillett.
Jarred Gillett.
Mynd: Getty Images
Ástralinn Jarred Gillett mun dæma stórleik Manchester City og Manchester United á laugardaginn.

Liðin mætast þá í leiknum um Samfélagsskjöldinn, en í þeim árlega mætast Englandsmeistararnir og bikarmeistararnir.

John Brooks átti upphaflega að dæma leikinn en hann er að glíma við minniháttar meiðsli og getur því ekki verið með flautuna.

Gillett, sem fékk fyrst það verkefni að vera fjórði dómari, verður því með flautuna.

Gillett hefur dæmt fjóra leiki hjá Man Utd og fjóra leiki hjá Man City. Hann hefur aldrei gefið rautt spjald þegar hann hefur dæmt hjá þessum liðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner