Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
Nikolaj Hansen: Hefði átt að fara 5-0
Gylfi: Það er eitthvað sérstakt að gerast hérna
   fös 08. ágúst 2025 21:11
Haraldur Örn Haraldsson
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Icelandair
Mynd: Fylkir

„Það er alltaf súrt að tapa,"  sagði Arnar Grétarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 tap fyrir Þór í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Þór

„Mér fannst við ekki spila vel í fyrri hálfleik, mér fannst við vera frekar slakir. Við komumst yfir, og erum sjálfum okkur verstir. Einu færin sem Þór fær í leiknum eru þau sem við gáfum þeim í fyrri hálfleik. Svo fannst mér við vera mun betri í seinni hálfleik en í fyrri, svo eftir því sem leið á í seinni, fannst mér við taka leikinn yfir og verða líklegri. Það má svo lítið út á bregða og ég held að þetta hafi verið eina skotið þeirra á mark í seinni hálfleik og það endaði í markinu. Það er bara það sem skilur á milli. Þetta er orðin leiðindar tugga, við þurfum að nýta betur, svo þurfum við að halda markinu hreinu," sagði Arnar.

Það eru sex leikir eftir fyrir Fylki til að bjarga sér frá falli, sem væri gríðarleg vonbrigði fyrir lið sem ætlaði sér að vinna deildina fyrir tímabil.

„Þegar ég kem inn var alveg möguleiki með því að vinna alla leiki að komast í umspilið. Þegar þú kemur inn og það eru búnir einhverjir 12-13 leikir og búið að vinnast tveir. Þá er kannski einhver ástæða fyrir því að það eru ekki búnir að vinnast fleiri. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í og reynum að snúa við. Það hefur verið margt jákvætt í leikjunum, en það er það sem gerist á varnar þriðjung og sóknar þriðjung sem skilur á milli. Í dag vorum við bara ekki nógu góðir þar," sagði Arnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir