Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fös 08. ágúst 2025 21:11
Haraldur Örn Haraldsson
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Lengjudeildin
Mynd: Fylkir

„Það er alltaf súrt að tapa,"  sagði Arnar Grétarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 tap fyrir Þór í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Þór

„Mér fannst við ekki spila vel í fyrri hálfleik, mér fannst við vera frekar slakir. Við komumst yfir, og erum sjálfum okkur verstir. Einu færin sem Þór fær í leiknum eru þau sem við gáfum þeim í fyrri hálfleik. Svo fannst mér við vera mun betri í seinni hálfleik en í fyrri, svo eftir því sem leið á í seinni, fannst mér við taka leikinn yfir og verða líklegri. Það má svo lítið út á bregða og ég held að þetta hafi verið eina skotið þeirra á mark í seinni hálfleik og það endaði í markinu. Það er bara það sem skilur á milli. Þetta er orðin leiðindar tugga, við þurfum að nýta betur, svo þurfum við að halda markinu hreinu," sagði Arnar.

Það eru sex leikir eftir fyrir Fylki til að bjarga sér frá falli, sem væri gríðarleg vonbrigði fyrir lið sem ætlaði sér að vinna deildina fyrir tímabil.

„Þegar ég kem inn var alveg möguleiki með því að vinna alla leiki að komast í umspilið. Þegar þú kemur inn og það eru búnir einhverjir 12-13 leikir og búið að vinnast tveir. Þá er kannski einhver ástæða fyrir því að það eru ekki búnir að vinnast fleiri. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í og reynum að snúa við. Það hefur verið margt jákvætt í leikjunum, en það er það sem gerist á varnar þriðjung og sóknar þriðjung sem skilur á milli. Í dag vorum við bara ekki nógu góðir þar," sagði Arnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir