Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   fös 08. ágúst 2025 20:51
Anton Freyr Jónsson
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
Lengjudeildin
Einar Freyr er aðeins sextán ára gamall
Einar Freyr er aðeins sextán ára gamall
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Einar Freyr Halldórsson, leikmaður Þór Akureyri var hetjan í Árbænum þegar Þór vann Fylki 2-1 í Lengjudeild karla.

„Tilfinningin er geggjuð. Þetta var erfiður leikur, hlupum mikið og við gerðum allt fyrir þrjú stigin og það skilaði sér."


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Þór

„Við mætum út í seinni hálfleikinn og klárum leikinn þá, fyrri hálfleikurinn var erfiður, við vorum að koma úr erfiðu ferðalagi og menn þreyttir í löppunum og við klárum leikinn í seinni hálfleik."

Þór Akureyri hefur verið á mjög góðu skriði í deildinni en liðið hefur fengið þrettán stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum og er liðið að sækja góð úrslit á mikilvægum tímapunkti í deildinni. 

„Við ætlum okkur upp og við erum að miða á fyrsta sætið en ef það gerist ekki þá ætlum við upp eftir úrslitakeppnina."

Einar Freyr Halldórsson hefur verið einn besti maður Þórsara á tímabilinu en hann er aðeins sextán ára gamall og verður sautján á árinu. Einar Freyr skoraði sigurmarkið í kvöld með góðu marki og tryggði Þór stigin þrjú. 

„Mér finnst það bara vera búið að vera gott en ég meiddist í lok Mai og það var erfitt en ég er búin að koma sterkur til baka finnst mér og ég er ánægður að vera hjálpa liðinu."

Nánar var rætt við Einar Frey þar sem hann var nánar spurður út í sinn leik, stefnu í atvinnumennsku og fleira.


Athugasemdir
banner