Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   fös 08. ágúst 2025 20:59
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var frábær sigur," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs eftir 2-1 sigur gegn Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Þór

„Ég er virkilega stoltur af strákunum að 'grinda' þennan seinni hálfleik, og ná þessu sigurmarki. Mér fannst við góðir í fyrri hálfleik, megninu til. Við verðum auðvitað fyrir smá skakkaföllum nánast bara strax. Grego (Christian Jakobsen) fær högg á lærið, nánast bara á fyrstu mínútu og það riðlar miklu. Við þurfum að setja menn í stöður sem þeir hafa ekki spilað. Mér fannst við betri aðilinn megnið af fyrri hálfleik. Svo taka Fylkir náttúrulega bara yfir í seinni hálfleik, og mér fannst við svona pínu þungir, og ekki ná takt í okkar leik. Við þurftum að þjást í seinni hálfleik, en ég er virkilega stoltur af liðinu að ná í þessi þrjú stig. Það er ekki oft sem okkur hefur tekist það," sagði Siggi.

Þór lá undir mikilli pressu í seinni hálfleik en öfugt við það sem hefur oft gerst á tímabilinu þá náðu þeir að sækja sigurmarkið. Þvert gegn gangi leiksins.

„Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu að ná að 'grinda' svona sigra. Ég er gríðarlega stoltur af liðinu, þetta sýndi frábæran karakter að vinna þetta. Á hinn bóginn fannst mér Fylkis liðið bara gott í seinni hálfleik. Það virkar á mig eins og það séu einhver álög á liðinu að geta ekki skorað og vinna svona leiki. Virkilega vel gert hjá okkur að loka þessu," sagði Siggi.

Það eru sex leikir eftir og Þór er í mikilli baráttu um það að komast upp í efstu deild.

„Við horfum bara á næsta leik, við eigum Völsung í næsta leik á Húsavík. Við þurfum bara aðeins að tjasla okkur saman fyrir það og vonandi fáum við inn tvo gaura sem voru ekki með í dag. Þannig ég held við verðum góðir á Húsavík," sagði Siggi.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner