Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 08. september 2019 19:04
Mist Rúnarsdóttir
Gloria: Væri frábært að vera áfram
Kvenaboltinn
Gloria skoraði tvö og lagði upp mark í 4-0 sigri á Þór/KA
Gloria skoraði tvö og lagði upp mark í 4-0 sigri á Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þór/KA er erfiður andstæðingur og við vissum að við þyrftum að mæta ákveðnar til leiks. Það var gott að skora snemma en þær áttu líka sín færi. Við þurftum bara að passa að setja í lás aftast. Það var gott að skora nokkur mörk því okkur hefur gengið illa að skora undanfarið,“ sagði Gloria Douglas, sóknarmaður KR, eftir 4-0 sigur á Þór/KA. KR-liðið tryggði áframhaldandi veru sína í efstu deild með sigrinum.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Þór/KA

Gloria átti stórgóðan leik. Skoraði tvívegis og lagði upp mark.

„Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu. Ég er búin að vera að æfa skot með vinstri svo það var jákvætt að skora þannig. Svo vildi ég bara gefa liðinu mínu sem mest. Hvort sem það er með því að leggja upp, pressa eða spila vel varnarlega.“

Gloria er ákveðin í að klára Íslandsmótið með sigrum og segist opin fyrir því að leika áfram með KR næsta sumar. Það yrði sterkt fyrir KR-inga enda hefur Gloria leikið feykilega vel með liðinu í sumar.

„Það væri frábært ef ég gæti verið áfram. Það hefur ekkert verið planað en ég er opin fyrir því að vera áfram. Mér líður vel hér.“

Nánar er rætt við Gloriu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir