Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. september 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Koeman kallar eftir því að fá nýjan samning
Ronald Koeman.
Ronald Koeman.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman hefur sent skýr skilaboð til yfirmanna sinna hjá Barcelona um að hann vilji fá nýjan og lengri samning.

Það var óvssa um framtíð Hollendingsins í sumar en á endanum var ákveðið að láta hann halda áfram. Samningur hans rennur út eftir tímabilið.

Koeman vill fá nýjan samning frá Joan Laporta forseta Barcelona.

„Ég er til í að endurnýja. Hugmyndin um að vera áfram þjálfari Barcelona á næstu árum er spennandi. Félagið er að ganga í gegnum flókna tíma en ég tel að ákvarðanir okkar varðandi unga leikmenn geri það að verkum að framtíðin er björt," segir Koeman.

Samband Koeman og Laporta hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla og fréttir bárust af því fyrr á árinu að Laporta væri að líta í kringum sig eftir nýjum þjálfara.

Koeman segir að þó það hafi komið flóknir og erfiðir tímapunktar þá sé samband hans við forsetann gott.

„Samband okkar er gott. Við förum vel yfir málin og þegar allt kemur til alls viljum við báðir sá Barcelona njóta velgengni. Þetta eru flóknir tímar en félagið horfir fram veginn og framtíðin er björt," segir Koeman.
Athugasemdir
banner
banner