Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 08. október 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Icelandair
Valgeir Lunddal.
Valgeir Lunddal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak og Valgeir.
Ísak og Valgeir.
Mynd: Fortuna Düsseldorf
Á æfingu í Kaplakrika í dag.
Á æfingu í Kaplakrika í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er alltaf gott að hitta strákana og fara yfir málin. Við ætlum að reyna að ná í sex stig á heimavelli," sagði Valgeir Lunddal, varnarmaður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Það er stutt á milli leikja og þetta er alvöru áskorun að fara í. Við verðum eiginlega að taka fjögur eða sex stig úr þessum glugga. Við þurfum á öllum stuðningi að halda."

„Landsliðið hefur sýnt það í gegnum tíðina hvað það getur gert á Laugardalsvelli. Það nennir ekkert lið að mæta hingað í tvær gráður og vind. Við verðum að nýta okkar möguleika á þessum velli."

Vonandi heldur þetta svona áfram
Valgeir er nýbúinn að skipta um félag en fór undir lok síðasta félagaskiptaglugga til Düsseldorf í Þýskalandi eftir að hafa leikið með Häcken í Svíþjóð í nokkur ár. Félagið leikur í B-deild Þýskalands.

„Ég bjóst við að ég þyrfti tíma til að koma mér inn í hlutina á nýjum stað og í nýrri deild, en þetta hefur verið fljótt að gerast. Ég er mjög ánægður og vonandi heldur þetta svona áfram," sagði Valgeir.

„Ég var að spila með mjög góðum leikmönnum á fínu stigi í Svíþjóð en þetta er allt miklu stærra. Það eru að meðaltali 45 þúsund manns að mæta á völlinn þarna. Fótboltalega séð er tempóið aðeins hærra en mér finnst ég eiga allt í þetta. Núna er að viðhalda því sem ég er búinn að sýna."

Ísak Bergmann Jóhannesson leikur einnig með Düsseldorf en hann er á sínu öðru tímabili í Þýskalandi. Hann hefur hjálpað Valgeiri mikið á fyrstu vikunum í nýju umhverfi.

„Hann hefur hjálpað mjög mikið. Það er mjög næs að hafa hann. Ísak er góður þýðandi fyrir mig á æfingum og svona. Hann hefur hjálpað mér að koma mér á æfingar. Ég er ekki kominn með bíl enn og hann er alltaf að skutla mér á æfingar og heim," sagði Valgeir léttur.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Valgeir meira um landsliðið og aðdragandann að skiptunum til Düsseldorf.
Athugasemdir
banner
banner
banner