Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   þri 08. október 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Icelandair
Valgeir Lunddal.
Valgeir Lunddal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak og Valgeir.
Ísak og Valgeir.
Mynd: Fortuna Düsseldorf
Á æfingu í Kaplakrika í dag.
Á æfingu í Kaplakrika í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er alltaf gott að hitta strákana og fara yfir málin. Við ætlum að reyna að ná í sex stig á heimavelli," sagði Valgeir Lunddal, varnarmaður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Það er stutt á milli leikja og þetta er alvöru áskorun að fara í. Við verðum eiginlega að taka fjögur eða sex stig úr þessum glugga. Við þurfum á öllum stuðningi að halda."

„Landsliðið hefur sýnt það í gegnum tíðina hvað það getur gert á Laugardalsvelli. Það nennir ekkert lið að mæta hingað í tvær gráður og vind. Við verðum að nýta okkar möguleika á þessum velli."

Vonandi heldur þetta svona áfram
Valgeir er nýbúinn að skipta um félag en fór undir lok síðasta félagaskiptaglugga til Düsseldorf í Þýskalandi eftir að hafa leikið með Häcken í Svíþjóð í nokkur ár. Félagið leikur í B-deild Þýskalands.

„Ég bjóst við að ég þyrfti tíma til að koma mér inn í hlutina á nýjum stað og í nýrri deild, en þetta hefur verið fljótt að gerast. Ég er mjög ánægður og vonandi heldur þetta svona áfram," sagði Valgeir.

„Ég var að spila með mjög góðum leikmönnum á fínu stigi í Svíþjóð en þetta er allt miklu stærra. Það eru að meðaltali 45 þúsund manns að mæta á völlinn þarna. Fótboltalega séð er tempóið aðeins hærra en mér finnst ég eiga allt í þetta. Núna er að viðhalda því sem ég er búinn að sýna."

Ísak Bergmann Jóhannesson leikur einnig með Düsseldorf en hann er á sínu öðru tímabili í Þýskalandi. Hann hefur hjálpað Valgeiri mikið á fyrstu vikunum í nýju umhverfi.

„Hann hefur hjálpað mjög mikið. Það er mjög næs að hafa hann. Ísak er góður þýðandi fyrir mig á æfingum og svona. Hann hefur hjálpað mér að koma mér á æfingar. Ég er ekki kominn með bíl enn og hann er alltaf að skutla mér á æfingar og heim," sagði Valgeir léttur.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Valgeir meira um landsliðið og aðdragandann að skiptunum til Düsseldorf.
Athugasemdir
banner