Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   sun 08. desember 2024 15:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Arsenal missteig sig í toppbaráttunni - Endurkomur hjá Leicester og Bournemouth
Mynd: EPA

Arsenal missteig sig í toppbaráttunni þegar liðið heimsótti Fulham í grannaslag í dag.


Arsenal var heilt yfir með góð völd á leiknum en Fulham nýtti eina færið sitt í fyrri hálfleik þegar Raul Jimenez skoraði framhjá David Raya.

Arsenal liðið hefur verið ótrúlega sterkt í föstum leikatriðum og það skilaði sér í dag þar sem William Saliba kom boltanum í netið snemma í seinni hálfleik.

Gestirnir voru áfram líklegri að komast yfir frekar en Fulham. Bukayo Saka skallaði boltann í netið þegar skammt var til loka leiksins eftir fyrirgjöf frá Gabriel Martinelli en sá síðarnefndi var dæmdur rangstæður og markið ógilt.

Bournemouth lenti undir gegn Ipswich en Dango Ouattara skoraði dramatískt sigurmark í uppbótatíma. Brighton missti niður tveggja marka forystu gegn Leicester en Jamie Vardy og Bobby decordova Reid skoruðu með fimm mínútna millibili undir lok leiksins til að jafna metin.

Fulham 1 - 1 Arsenal
1-0 Raul Jimenez ('11 )
1-1 William Saliba ('52 )

Ipswich Town 1 - 2 Bournemouth
1-0 Conor Chaplin ('21 )
1-1 Enes Unal ('87 )
1-2 Dango Ouattara ('90 )

Leicester City 2 - 2 Brighton
0-1 Tariq Lamptey ('37 )
0-2 Yankuba Minteh ('79 )
1-2 Jamie Vardy ('86 )
2-2 Bobby De Cordova-Reid ('90 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir