Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. mars 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Aron Snær Friðriksson (Fylkir)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Eyþórs yfirreimari
Ásgeir Eyþórs yfirreimari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Valur Daníelsson
Helgi Valur Daníelsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti Ragnarsson (agnragnarsson á insta)
Arnór Gauti Ragnarsson (agnragnarsson á insta)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Már Strange
Andri Már Strange
Mynd: Andri - Twitter
Aron Snær er markvörður sem lék með Grindavík í yngri flokkunum en gekk í raðir Breiðabliks árið 2013. Þaðan fór hann að láni til Tindastóls og Vestra sumarið 2016.

Fyrir tímabilið 2017 fór hann yfir í Árbæinn og hefur verið í Fylki síðan. Aron á að baki sjö yngri landsliðsleiki og 92 leiki í deild og bikar. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Aron Snær Friðriksson

Gælunafn: Menn hafa reynt að setja ýmsa hluti fyrir framan Ron með mismunandi árangri

Aldur: 24 ára

Hjúskaparstaða: Sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Held það hafi verið 2013

Uppáhalds drykkur: Rauður Collab

Uppáhalds matsölustaður: XO klikkar seint

Hvernig bíl áttu: Keyri um á Swift þessa dagana

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love island er veisla

Uppáhalds tónlistarmaður: Herbert Guðmunds

Uppáhalds hlaðvarp: Steve Dagskrá

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi fær heiðurinn

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, Oreo og karamelludýfa

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Nennir þú að setja að instað mitt sé agragnarsson” frá Arnóri Gauta

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Keflavík kemur ekki til greina.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Angelino lagði held ég upp 5 þegar við mættum Spánverjunum

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Það verður að vera Ægir Viktorsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ég virðist ekki geta varið frá Hilmari Árna

Sætasti sigurinn: KR í Frostaskjólinu síðasta sumar var skemmtilegur

Mestu vonbrigðin: Að klára ekki mótið í fyrra

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Andri Strange leikmaður Augnabliks, ótrúleg vinstri löpp

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Nikulás Val Gunnarsson er á hraðri uppleið

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Daði Ólafsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi:

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ásgeir Eyþórsson kemur á óvart

Uppáhalds staður á Íslandi: Grindavík

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar við vorum að spila við Þór í Inkasso deildinni og í öllum hornum reyndu þeir að klæða mig úr markmannshanskanum. Síðan í einu horninu skora þeir og ég stend þarna haldandi á hanskanum að spyrja dómaran hvort að þetta sé ekki brot sem ég fékk stutt svar við “Nei”

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Reyni að forðast það

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég horfi mikið á körfuna og reyni að fylgjast með handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike tiempo

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Tungumál eru mér oft erfið

Vandræðalegasta augnablik: Þegar markmaður Slóvakíu skoraði á mig á KR velli á 95. mínútu

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég ætla að koma mér af þessari eyju og því verður bara valið inn eftir greindarvísitölu. Þannig að Helgi Valur og Ásgeir Eyþórsson yrðu fyrstir á blað og er ég nokkuð viss um að við myndum fara af eyjunni með þá tvo en ætla að gulltryggja það að við færum heim með Arnóri Gauta Ragnarssyni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er með bráðaofnæmi fyrir geitungum

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Verður að vera Helgi Valur - ég vissi ekki við hverju var að búast en þvílíkur toppmaður sem þar er á ferð

Hverju laugstu síðast: Að Arnór Gauti væri nógu gáfaður til að fara með á þessa eyju.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Þegar þjálfaranum dettur í hug að setja batta fyrir aftan markið

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Við Phil Mickelson þurfum að fara yfir stutta spilið
Athugasemdir
banner
banner
banner