Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 09. júní 2023 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Rúnar Alex: Hefði ekki verið auðvelt fyrir mig eða pabba
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf geggjað að koma til Íslands, hitta fjölskyldu og vini. Og það er gaman að hitta strákana í liðinu og byrja að æfa saman," sagði landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þegar hann spjallaði við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

Rúnar var að klára tímabil með Alanyaspor í Tyrklandi þar sem hann var á láni frá Arsenal, en liðið rétt náði að forðast falldrauginn í tyrknesku úrvalsdeildinni. Rúnar var aðalmarkvörður liðsins.

„Ég átti gott tímabil, spilaði alla leiki og spilaði vel. Við bjuggumst kannski við meiru sem lið en það gerist kannski að lið smelli ekki, séu ekki rétt samsett. Þetta endaði fínt og ég er mjög ánægður með þetta yfir heildina."

Ég hugsaði alveg út í það
Það er kominn nýr þjálfari hjá landsliðinu, Norðmaðurinn Age Hareide er tekinn við.

„Mér líst mjög vel á að vinna með honum. Hann kemur vel fyrir og skilar sínum hugmyndum vel til okkar sem er mikilvægt fyrir landsliðsþjálfara sem hafa stuttan tíma til að undirbúa leiki. Það er mikilvægt að allar upplýsingar sem við fáum skili sér vel til okkar. Ég er ánægður með allt sem við höfum séð hingað til," segir Rúnar um Hareide.

Áður en nýr landsliðsþjálfari tók við þá var Rúnar Kristinsson orðaður við starfið, en hann er goðsögn í íslenskum fótbolta og er einnig faðir Rúnars Alex. Var markvörðurinn eitthvað farinn að hugsa út í það hvernig það myndi ganga fyrir sig ef pabbi hans yrði ráðinn landsliðsþjálfari?

„Ég hugsaði alveg út í það, en ég held að það hafi verið rétt hjá KSÍ að ráða erlendan þjálfara. Ég held að það sé betra fyrir alla að það komi inn einstaklingur sem er með engin tengsl við hópinn. Ég held að það hefði ekki verið auðvelt fyrir mig eða pabba - að vera landsliðsþjálfari - þegar ég er í liðinu. Ef það gerist seinna, þá dílum við bara við það. Ég held að það sé betra fyrir landsliðið að vera með erlendan þjálfara," sagði Rúnar Alex.

Það eru mikilvægir leikir framundan en í viðtalinu hér að ofan ræðir Rúnar Alex um þá leiki og stöðu sína í liðinu, en hann hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðustu misseri.
Athugasemdir
banner
banner