Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
banner
   fös 09. júní 2023 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Rúnar Alex: Hefði ekki verið auðvelt fyrir mig eða pabba
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf geggjað að koma til Íslands, hitta fjölskyldu og vini. Og það er gaman að hitta strákana í liðinu og byrja að æfa saman," sagði landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þegar hann spjallaði við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

Rúnar var að klára tímabil með Alanyaspor í Tyrklandi þar sem hann var á láni frá Arsenal, en liðið rétt náði að forðast falldrauginn í tyrknesku úrvalsdeildinni. Rúnar var aðalmarkvörður liðsins.

„Ég átti gott tímabil, spilaði alla leiki og spilaði vel. Við bjuggumst kannski við meiru sem lið en það gerist kannski að lið smelli ekki, séu ekki rétt samsett. Þetta endaði fínt og ég er mjög ánægður með þetta yfir heildina."

Ég hugsaði alveg út í það
Það er kominn nýr þjálfari hjá landsliðinu, Norðmaðurinn Age Hareide er tekinn við.

„Mér líst mjög vel á að vinna með honum. Hann kemur vel fyrir og skilar sínum hugmyndum vel til okkar sem er mikilvægt fyrir landsliðsþjálfara sem hafa stuttan tíma til að undirbúa leiki. Það er mikilvægt að allar upplýsingar sem við fáum skili sér vel til okkar. Ég er ánægður með allt sem við höfum séð hingað til," segir Rúnar um Hareide.

Áður en nýr landsliðsþjálfari tók við þá var Rúnar Kristinsson orðaður við starfið, en hann er goðsögn í íslenskum fótbolta og er einnig faðir Rúnars Alex. Var markvörðurinn eitthvað farinn að hugsa út í það hvernig það myndi ganga fyrir sig ef pabbi hans yrði ráðinn landsliðsþjálfari?

„Ég hugsaði alveg út í það, en ég held að það hafi verið rétt hjá KSÍ að ráða erlendan þjálfara. Ég held að það sé betra fyrir alla að það komi inn einstaklingur sem er með engin tengsl við hópinn. Ég held að það hefði ekki verið auðvelt fyrir mig eða pabba - að vera landsliðsþjálfari - þegar ég er í liðinu. Ef það gerist seinna, þá dílum við bara við það. Ég held að það sé betra fyrir landsliðið að vera með erlendan þjálfara," sagði Rúnar Alex.

Það eru mikilvægir leikir framundan en í viðtalinu hér að ofan ræðir Rúnar Alex um þá leiki og stöðu sína í liðinu, en hann hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðustu misseri.
Athugasemdir
banner
banner