Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fös 09. júní 2023 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Rúnar Alex: Hefði ekki verið auðvelt fyrir mig eða pabba
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf geggjað að koma til Íslands, hitta fjölskyldu og vini. Og það er gaman að hitta strákana í liðinu og byrja að æfa saman," sagði landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þegar hann spjallaði við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

Rúnar var að klára tímabil með Alanyaspor í Tyrklandi þar sem hann var á láni frá Arsenal, en liðið rétt náði að forðast falldrauginn í tyrknesku úrvalsdeildinni. Rúnar var aðalmarkvörður liðsins.

„Ég átti gott tímabil, spilaði alla leiki og spilaði vel. Við bjuggumst kannski við meiru sem lið en það gerist kannski að lið smelli ekki, séu ekki rétt samsett. Þetta endaði fínt og ég er mjög ánægður með þetta yfir heildina."

Ég hugsaði alveg út í það
Það er kominn nýr þjálfari hjá landsliðinu, Norðmaðurinn Age Hareide er tekinn við.

„Mér líst mjög vel á að vinna með honum. Hann kemur vel fyrir og skilar sínum hugmyndum vel til okkar sem er mikilvægt fyrir landsliðsþjálfara sem hafa stuttan tíma til að undirbúa leiki. Það er mikilvægt að allar upplýsingar sem við fáum skili sér vel til okkar. Ég er ánægður með allt sem við höfum séð hingað til," segir Rúnar um Hareide.

Áður en nýr landsliðsþjálfari tók við þá var Rúnar Kristinsson orðaður við starfið, en hann er goðsögn í íslenskum fótbolta og er einnig faðir Rúnars Alex. Var markvörðurinn eitthvað farinn að hugsa út í það hvernig það myndi ganga fyrir sig ef pabbi hans yrði ráðinn landsliðsþjálfari?

„Ég hugsaði alveg út í það, en ég held að það hafi verið rétt hjá KSÍ að ráða erlendan þjálfara. Ég held að það sé betra fyrir alla að það komi inn einstaklingur sem er með engin tengsl við hópinn. Ég held að það hefði ekki verið auðvelt fyrir mig eða pabba - að vera landsliðsþjálfari - þegar ég er í liðinu. Ef það gerist seinna, þá dílum við bara við það. Ég held að það sé betra fyrir landsliðið að vera með erlendan þjálfara," sagði Rúnar Alex.

Það eru mikilvægir leikir framundan en í viðtalinu hér að ofan ræðir Rúnar Alex um þá leiki og stöðu sína í liðinu, en hann hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðustu misseri.
Athugasemdir