Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 09. júní 2023 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Rúnar Alex: Hefði ekki verið auðvelt fyrir mig eða pabba
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf geggjað að koma til Íslands, hitta fjölskyldu og vini. Og það er gaman að hitta strákana í liðinu og byrja að æfa saman," sagði landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þegar hann spjallaði við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

Rúnar var að klára tímabil með Alanyaspor í Tyrklandi þar sem hann var á láni frá Arsenal, en liðið rétt náði að forðast falldrauginn í tyrknesku úrvalsdeildinni. Rúnar var aðalmarkvörður liðsins.

„Ég átti gott tímabil, spilaði alla leiki og spilaði vel. Við bjuggumst kannski við meiru sem lið en það gerist kannski að lið smelli ekki, séu ekki rétt samsett. Þetta endaði fínt og ég er mjög ánægður með þetta yfir heildina."

Ég hugsaði alveg út í það
Það er kominn nýr þjálfari hjá landsliðinu, Norðmaðurinn Age Hareide er tekinn við.

„Mér líst mjög vel á að vinna með honum. Hann kemur vel fyrir og skilar sínum hugmyndum vel til okkar sem er mikilvægt fyrir landsliðsþjálfara sem hafa stuttan tíma til að undirbúa leiki. Það er mikilvægt að allar upplýsingar sem við fáum skili sér vel til okkar. Ég er ánægður með allt sem við höfum séð hingað til," segir Rúnar um Hareide.

Áður en nýr landsliðsþjálfari tók við þá var Rúnar Kristinsson orðaður við starfið, en hann er goðsögn í íslenskum fótbolta og er einnig faðir Rúnars Alex. Var markvörðurinn eitthvað farinn að hugsa út í það hvernig það myndi ganga fyrir sig ef pabbi hans yrði ráðinn landsliðsþjálfari?

„Ég hugsaði alveg út í það, en ég held að það hafi verið rétt hjá KSÍ að ráða erlendan þjálfara. Ég held að það sé betra fyrir alla að það komi inn einstaklingur sem er með engin tengsl við hópinn. Ég held að það hefði ekki verið auðvelt fyrir mig eða pabba - að vera landsliðsþjálfari - þegar ég er í liðinu. Ef það gerist seinna, þá dílum við bara við það. Ég held að það sé betra fyrir landsliðið að vera með erlendan þjálfara," sagði Rúnar Alex.

Það eru mikilvægir leikir framundan en í viðtalinu hér að ofan ræðir Rúnar Alex um þá leiki og stöðu sína í liðinu, en hann hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðustu misseri.
Athugasemdir
banner
banner
banner