Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 09. júní 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho: Ég heyrði að hann væri að fara til Galatasaray
Mynd: EPA
Jose Mourinho, þjálfari Fenerbahce í Tyrklandi, var spurður út í áhuga félagsins á portúgalska vængmanninum Rafa Silva, en svar hans við þeirri spurningu var kómískt.

Mourinho tók við taumunum hjá Fenerbahce á dögunum, en hann var kynntur í síðustu viku fyrir framan þúsundir stuðningsmanna.

Portúgalinn er farinn að skoða markaðinn en hann hefur þegar tilkynnt að hann ætli ekki að sækja leikmenn frá hans gamla félagi Roma.

Landi hans, Rafa Silva, hefur verið orðaður við Fenerbahce síðustu daga, en sá hefur verið að gera það gott með Benfica í Portúgal. Mourinho finnst heldur ólíklegt að hann sé á leið til félagsins.

„Rafa Silva til Fenerbahce? Hann er frábær leikmaður, en ég heyrði að hann væri á leiðinni til Galatasaray,“ sagði Mourinho við RTP.
Athugasemdir
banner
banner
banner