Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
banner
   þri 09. ágúst 2022 22:15
Sverrir Örn Einarsson
Elísa Viðars: Vorum ótrúlega þolinmóðar á boltanum
Kvenaboltinn
Elísa í leik með Val
Elísa í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum alltaf sáttar að taka öll stigin þrjú og að halda markinu okkar hreinu og ekki verra að skora fimm. Það voru erfiðar aðstæður í dag þannig að við erum bara mjög sáttar með okkar frammistöðu.“ Sagði Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals um góðan dag á skrifstofunni þegar Valur vann 5-0 sigur á Keflavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  5 Valur

Skynskemi og þolinmæði voru einkennandi í leik Valskvenna í kvöld sem fóru sér í engu óðslega og biðu þolinmóðar eftir sóknarfærum gegn liði Keflavíkur sem varðist djúpt á vellinum.

„Við erum að æfa okkur í því að halda svolítið betur í boltann og reyna að velja færin og gegnumbrotin okkar betur. Mér fannst það ganga vel í dag, við vorum ótrúlega þolinmóðar á boltanum hvar sem á var litið hvort sem það var aftast eða í fremstu línu. Stórt hrós á stelpurnar fyrir að sýna þessu verkefni þolinmæði og í raun og veru virðingu og þannig náð að brjóta þær á bak aftur.“

Framundan hjá Elísu og Val er undanúrslitaleikur í Mjólkurbikarnum gegn Stjörnunni næstkomandi föstudag. Um komandi leik sagði Elísa.

„Stjarnan er með hörkugott lið og þær hafa algjörlega sýnt virði sitt í þessari toppbaráttu og það má ekki vanmeta þær. Við þurfum að mæta klárar í slaginn á föstudaginn og það er bara að duga eða drepast þar. Okkur þykir ekkert leiðinlegt að fara í svona úrslitaleiki og ég er viss um að við mætum þeim á föstudaginn fullgíraðar og klárar í þann leik.“

Sagði Elísa en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner