Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 09. ágúst 2022 22:15
Sverrir Örn Einarsson
Elísa Viðars: Vorum ótrúlega þolinmóðar á boltanum
Kvenaboltinn
Elísa í leik með Val
Elísa í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum alltaf sáttar að taka öll stigin þrjú og að halda markinu okkar hreinu og ekki verra að skora fimm. Það voru erfiðar aðstæður í dag þannig að við erum bara mjög sáttar með okkar frammistöðu.“ Sagði Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals um góðan dag á skrifstofunni þegar Valur vann 5-0 sigur á Keflavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  5 Valur

Skynskemi og þolinmæði voru einkennandi í leik Valskvenna í kvöld sem fóru sér í engu óðslega og biðu þolinmóðar eftir sóknarfærum gegn liði Keflavíkur sem varðist djúpt á vellinum.

„Við erum að æfa okkur í því að halda svolítið betur í boltann og reyna að velja færin og gegnumbrotin okkar betur. Mér fannst það ganga vel í dag, við vorum ótrúlega þolinmóðar á boltanum hvar sem á var litið hvort sem það var aftast eða í fremstu línu. Stórt hrós á stelpurnar fyrir að sýna þessu verkefni þolinmæði og í raun og veru virðingu og þannig náð að brjóta þær á bak aftur.“

Framundan hjá Elísu og Val er undanúrslitaleikur í Mjólkurbikarnum gegn Stjörnunni næstkomandi föstudag. Um komandi leik sagði Elísa.

„Stjarnan er með hörkugott lið og þær hafa algjörlega sýnt virði sitt í þessari toppbaráttu og það má ekki vanmeta þær. Við þurfum að mæta klárar í slaginn á föstudaginn og það er bara að duga eða drepast þar. Okkur þykir ekkert leiðinlegt að fara í svona úrslitaleiki og ég er viss um að við mætum þeim á föstudaginn fullgíraðar og klárar í þann leik.“

Sagði Elísa en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir