PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   mán 09. september 2024 11:05
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 21. umferðar - Fyrsti sigurinn síðan 18. júlí
Lengjudeildin
Dagur Ingi Axelsson er leikmaður umferðarinnar.
Dagur Ingi Axelsson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Omar Sowe skorar gegn Þrótti.
Omar Sowe skorar gegn Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Vilhelm markvörður ÍR.
Vilhelm markvörður ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður ævintýraleg spenna í toppbaráttunni í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardaginn. Fjölnir er einu stigi frá toppnum eftir nauðsynlegan 2-0 sigur gegn Aftureldingu í gær. Fyrsti sigur Grafarvogsliðsins síðan 18. júlí.

Varnarmennirnir Júlíus Mar Júlíusson og Baldvin Þór Berndsen eru í úrvalsliðinu og leikmaður umferðarinnar kemur einnig úr röðum Fjölnis.

Leikmaður umferðarinnar:
Dagur Ingi Axelsson - Fjölnir
Skoraði fyrra mark Fjölnis og fiskaði vítið í seinna markinu. Var virkilega öflugur. „Við vorum bara mjög góðir, mér fannst við gera alla hlutina bara mjög vel. Við vorum að klára færin okkar vel og svo vorum við bara að skapa fullt, fullt af færum. Þetta hefði alveg getað endað þrjú, fjögur - núll," sagði Dagur eftir leik.



ÍBV er með eins marks forystu á toppnum fyrir lokaumferðina en liðið lék sér að Grindavík 6-0 í gær. Hermann Hreiðarsson er þjálfari umferðarinnar og þá eiga Eyjamenn þrjá leikmenn í úrvalsliðinu.

Það eru varnarmaðurinn Eiður Atli Rúnarsson og sóknarleikmennirnir Hermann Þór Ragnarsson og Oliver Heiðarsson. Hermann skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og Oliver komst einnig á blað og var valinn maður leiksins en hann sýndi magnaða vinnusemi.

Njarðvík og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í Ljósanæturleiknum en enginn úr þeim leik náði að vinna sér inn sæti í úrvalsliðinu. ÍR steig skrefi nær umspilinu með því að vinna Gróttu 2-1 þar sem Vilhelm Þráinn Sigurjónsson bjargaði frábærlega í lokin þegar Grótta gat jafnað og Kristján Atli Marteinsson lék afskaplega vel á miðsvæðinu. Grótta er fallin.

Omar Sowe skoraði tvívegis fyrir Leikni sem vann 3-2 útisigur gegn Þrótti en Róbert Hauksson komst einnig á blað og skoraði það sem reyndist sigurmarkið gegn hans fyrrum félagi.

Þá var Aron Einar Gunnarsson maður leiksins þegar Þór vann 2-0 sigur gegn Dalvík/Reyni. Aron skoraði af vítapunktinum sitt fyrsta mark fyrir Þór.

Lokaumferðin í Lengjudeild karla á laugardag
14:00 Leiknir R.-ÍBV (Domusnovavöllurinn)
14:00 Keflavík-Fjölnir (HS Orku völlurinn)
14:00 Afturelding-ÍR (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Grindavík-Njarðvík (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)
14:00 Dalvík/Reynir-Þróttur R. (Dalvíkurvöllur)
14:00 Grótta-Þór (Vivaldivöllurinn)

Fyrri úrvalslið:
20. umferð - Aron Jóhannsson (Afturelding)
19. umferð - Arnór Gauti Úlfarsson (ÍR)
18. umferð - Frans Elvarsson (Keflavík)
17. umferð - Aron Jóhannsson (Afturelding)
16. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
15. umferð - Omar Sowe (Leiknir)
14. umferð - Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
13. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
12. umferð - Birkir Heimisson (Þór)
11. umferð - Marc McAusland (ÍR)
10. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
9. umferð - Aron Dagur Birnuson (Grindavík)
8. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
7. umferð - Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner