Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   sun 08. september 2024 17:25
Haraldur Örn Haraldsson
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Þetta er búið að vera í vinnslu svolítið lengi, en þetta er bara frábær sigur í dag, fullkominn leikur. 7 leikir, þetta var aðeins of mikið en sem betur fer þá kom þetta í dag."


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  0 Afturelding

Sagði Dagur Ingi Axelsson leikmaður Fjölnis eftir að liðið hans vann 2-0 sigur á Aftureldingu. Fjölnismenn voru ekki búnir að vinna 7 leiki í röð fyrir þennan leik. Þeir eru þó ennþá í harðri baráttu um að fara upp um deild og því mjög mikilvægt að hafa unnið í dag á móti liði sem þeir eru að keppa við um þessi sæti.

„Jú mjög sætt, við vorum bara mjög góðir, mér fannst við gera alla hlutina bara mjög vel. Við vorum að klára færin okkar vel og svo vorum við bara að skapa fullt, fullt af færum. Þetta hefði alveg getað endað þrjú, fjögur núll. En ég er bara mjög sáttur."

Fjölnir á Keflavík í lokaleiknum og ef úrslit falla með þeim geta þeir ennþá unnið deildina og farið beint upp um deild.

„Eins og Úlli (Úlfur Arnar Jökulsson) segir alltaf, það eru 22 leikir í þessu móti ekki 21. Þannig við ætlum bara svo sannarlega að vinna síðasta leikinn og sjáum hvar við stöndum eftir hann."

Fjölnismenn fengu víti í lok fyrri hálfleiks þar sem Dagur var felldur inn í teig. Þessi dómur var mjög umdeildur en gestirnir voru ekki sáttir.

„Í mínum bókum já (var þetta víti). Þeir voru eitthvað ósáttir, vildu meina að hann hafi verið kominn fyrir framan mig. En ég vil nú meina að ég snerti boltan fyrst og er að komast í fínt skotfæri. Mér fannst, í mínum bókum var þetta víti."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner