Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 08. september 2024 17:25
Haraldur Örn Haraldsson
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Þetta er búið að vera í vinnslu svolítið lengi, en þetta er bara frábær sigur í dag, fullkominn leikur. 7 leikir, þetta var aðeins of mikið en sem betur fer þá kom þetta í dag."


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  0 Afturelding

Sagði Dagur Ingi Axelsson leikmaður Fjölnis eftir að liðið hans vann 2-0 sigur á Aftureldingu. Fjölnismenn voru ekki búnir að vinna 7 leiki í röð fyrir þennan leik. Þeir eru þó ennþá í harðri baráttu um að fara upp um deild og því mjög mikilvægt að hafa unnið í dag á móti liði sem þeir eru að keppa við um þessi sæti.

„Jú mjög sætt, við vorum bara mjög góðir, mér fannst við gera alla hlutina bara mjög vel. Við vorum að klára færin okkar vel og svo vorum við bara að skapa fullt, fullt af færum. Þetta hefði alveg getað endað þrjú, fjögur núll. En ég er bara mjög sáttur."

Fjölnir á Keflavík í lokaleiknum og ef úrslit falla með þeim geta þeir ennþá unnið deildina og farið beint upp um deild.

„Eins og Úlli (Úlfur Arnar Jökulsson) segir alltaf, það eru 22 leikir í þessu móti ekki 21. Þannig við ætlum bara svo sannarlega að vinna síðasta leikinn og sjáum hvar við stöndum eftir hann."

Fjölnismenn fengu víti í lok fyrri hálfleiks þar sem Dagur var felldur inn í teig. Þessi dómur var mjög umdeildur en gestirnir voru ekki sáttir.

„Í mínum bókum já (var þetta víti). Þeir voru eitthvað ósáttir, vildu meina að hann hafi verið kominn fyrir framan mig. En ég vil nú meina að ég snerti boltan fyrst og er að komast í fínt skotfæri. Mér fannst, í mínum bókum var þetta víti."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner