PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
   sun 08. september 2024 17:25
Haraldur Örn Haraldsson
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Þetta er búið að vera í vinnslu svolítið lengi, en þetta er bara frábær sigur í dag, fullkominn leikur. 7 leikir, þetta var aðeins of mikið en sem betur fer þá kom þetta í dag."


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  0 Afturelding

Sagði Dagur Ingi Axelsson leikmaður Fjölnis eftir að liðið hans vann 2-0 sigur á Aftureldingu. Fjölnismenn voru ekki búnir að vinna 7 leiki í röð fyrir þennan leik. Þeir eru þó ennþá í harðri baráttu um að fara upp um deild og því mjög mikilvægt að hafa unnið í dag á móti liði sem þeir eru að keppa við um þessi sæti.

„Jú mjög sætt, við vorum bara mjög góðir, mér fannst við gera alla hlutina bara mjög vel. Við vorum að klára færin okkar vel og svo vorum við bara að skapa fullt, fullt af færum. Þetta hefði alveg getað endað þrjú, fjögur núll. En ég er bara mjög sáttur."

Fjölnir á Keflavík í lokaleiknum og ef úrslit falla með þeim geta þeir ennþá unnið deildina og farið beint upp um deild.

„Eins og Úlli (Úlfur Arnar Jökulsson) segir alltaf, það eru 22 leikir í þessu móti ekki 21. Þannig við ætlum bara svo sannarlega að vinna síðasta leikinn og sjáum hvar við stöndum eftir hann."

Fjölnismenn fengu víti í lok fyrri hálfleiks þar sem Dagur var felldur inn í teig. Þessi dómur var mjög umdeildur en gestirnir voru ekki sáttir.

„Í mínum bókum já (var þetta víti). Þeir voru eitthvað ósáttir, vildu meina að hann hafi verið kominn fyrir framan mig. En ég vil nú meina að ég snerti boltan fyrst og er að komast í fínt skotfæri. Mér fannst, í mínum bókum var þetta víti."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner