Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 09. september 2024 23:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög svekkjandi úrslit og ekki það sem við vonuðumst eftir sérstaklega eftir að hafa komið til baka í lok fyrri," sagði Orri Steinn Óskarsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir tap gegn Tyrklandi ytra í kvöld.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Þeir eru með kraftmikla stuðningsmenn og við vissum af því. Það var engin afsökun, við vorum undirbúnir fyrir það. Það var smá krefjandi en það var ekkert að koma í veg fyrir að við spilum okkar fótbolta," sagði Orri Steinn en hann spilaði oft í Tyrklandi með FCK.

„Ég spilaði í fyrra á móti Galatasaray og það var örugglega svona 20 sinnum verra. Þessi tyrknesku lið sem maður hefur spilað gegn í gegnum tíðina eru mjög hávær. Þetta er partur af leiknum, þegar þú kemur hingað til Tyrklands þá er þetta alltaf svona," sagði Orri Steinn.

Orri Steinn byrjaði á bekknum í kvöld eftir að hafa verið í byrjunarliðinu og skorað gegn Svartfjallalandi í síðasta leik og var svekktur með það.

„Að sjálfsögðu, ég vil byrja alla leiki. Ég held að allir vita það, ég vil byrja alla leiki, ég er mjög metnaðarfullur um þá leið sem ég vil spila og auðvitað er það svekkjandi. Hann valdi Andra í dag og það er bara fínt fyrir liðið," sagði Orri Steinn.

Orri Steinn var svekktur að ná ekki að nýta meðbyrinn sem var með liðinu eftir að hann kom inn á sem varamaður en liðið hefur harma að hefna þegar Tyrkland mætir á Laugardalsvöll í október.

„Tveir heimaleikir, við verðum auðvitað að nýta það vel og sýna hvað Laugardalsvöllur er sterkur eins og við gerðum í síðasta leik," sagði Orri Steinn.


Athugasemdir
banner