Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   mán 09. september 2024 23:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög svekkjandi úrslit og ekki það sem við vonuðumst eftir sérstaklega eftir að hafa komið til baka í lok fyrri," sagði Orri Steinn Óskarsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir tap gegn Tyrklandi ytra í kvöld.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Þeir eru með kraftmikla stuðningsmenn og við vissum af því. Það var engin afsökun, við vorum undirbúnir fyrir það. Það var smá krefjandi en það var ekkert að koma í veg fyrir að við spilum okkar fótbolta," sagði Orri Steinn en hann spilaði oft í Tyrklandi með FCK.

„Ég spilaði í fyrra á móti Galatasaray og það var örugglega svona 20 sinnum verra. Þessi tyrknesku lið sem maður hefur spilað gegn í gegnum tíðina eru mjög hávær. Þetta er partur af leiknum, þegar þú kemur hingað til Tyrklands þá er þetta alltaf svona," sagði Orri Steinn.

Orri Steinn byrjaði á bekknum í kvöld eftir að hafa verið í byrjunarliðinu og skorað gegn Svartfjallalandi í síðasta leik og var svekktur með það.

„Að sjálfsögðu, ég vil byrja alla leiki. Ég held að allir vita það, ég vil byrja alla leiki, ég er mjög metnaðarfullur um þá leið sem ég vil spila og auðvitað er það svekkjandi. Hann valdi Andra í dag og það er bara fínt fyrir liðið," sagði Orri Steinn.

Orri Steinn var svekktur að ná ekki að nýta meðbyrinn sem var með liðinu eftir að hann kom inn á sem varamaður en liðið hefur harma að hefna þegar Tyrkland mætir á Laugardalsvöll í október.

„Tveir heimaleikir, við verðum auðvitað að nýta það vel og sýna hvað Laugardalsvöllur er sterkur eins og við gerðum í síðasta leik," sagði Orri Steinn.


Athugasemdir
banner
banner