Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 09. desember 2018 05:55
Hafliði Breiðfjörð
Tommadagurinn er í dag - Beint á SportTV
Mynd: .
Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen og Bjarni Ben eru meðal leikmanna í styrktarleik Tómasar Inga Tómassonar í Egilshöll í dag.

Í myndbandinu að ofan er rætt við Tómas Inga um verkefnið.

09:45 - 10:45 Opin æfing
Knattþrautir í umsjón Eyjólfs Sverris, Rúnars Kristins, Arnars Grétars og þjálfara yngri flokka Fylkis. Frábært tækifæri fyrir fótboltakrakka á aldrinum 6 - 12 ára. 1000 krónur á barn við innganginn.

11:00 Úrslitaleikur Tommamótsins
Pressulið Rúnars Kristins gegn landsliði Eyjólfs Sverrissonar. Leikurinn verður í beinni á SportTV, Gummi Ben og Maggi Gylfa lýsa leiknum. Dómarar Kristinn Jakobsson, Jóhann Gunnar Guðmundsson og Viðar Helgason. Frjáls framlög við innganginn.

Þau sem komast ekki á leikinn en vilja styrkja verkefnið geta lagt inn á reikning 528-14-300 kt. 070669-4129. Frjáls framlög.

Tómas Ingi sem er yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015.

Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri.

Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans.
Athugasemdir
banner
banner