Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   mán 09. desember 2024 10:49
Elvar Geir Magnússon
Stærstu mistök sem Guardiola hefur gert?
Cole Palmer í treyju City.
Cole Palmer í treyju City.
Mynd: Getty Images
Algjörlega geggjaður leikmaður.
Algjörlega geggjaður leikmaður.
Mynd: Getty Images
Talað er um að stærstu mistök sem Pep Guardiola hafi gert á leikmannamarkaðnum séu að selja Cole Palmer frá Manchester City til Chelsea á síðasta ári.

Palmer hefur farið með himinskautum með Chelsea en hann var keyptur á 40 milljónir punda, upphæð sem gat hækkað um 2,5 milljónir punda til viðbótar eftir ákvæðum.

„Ímyndið ykkur hvert verðmæti Palmer er núna? Manchester City gerði Chelsea stóran greiða með því að selja ungan leikmann sem hefur farið á kostum í ensku úrvalsdeildinni," segir Phil McNulty, ritstjóri fótboltafrétta hjá BBC.

„Pep Guardiola fær að sjálfsögðu gagnrýni fyrir að selja svona hæfileikaríkan leikmann en honum til varnar þá bað hann Palmer um að vera áfram eftir að Riyad Mahrez fór en Palmer vildi samt fara."

„Núna þegar City þarf nauðsynlega að fá inn ferskleika í hópinn þá get ég trúað því að Guardiola sjái eftir því að hafa ekki staðið fastar á því að halda Palmer og láta hann berjast um spiltíma."

Tölurnar tala sínu máli
Chelsea hefur skorað flest mörk allra liða í ensku úrvalsdeildinni, 35 í 15. Cole Palmer, sem er enn bara 22 ára, hefur skorað 11 af þessum mörkum og að auki átt 6 stoðsendingar.

Hann hefur komið með beinum hætti að 50 úrvalsdeildarmörkum (33 mörk, 17 stoðsendingar) í 48 deildarleikjum síðan hann kom frá Manchester City. Hann er leikmaður sem lið sem ætlar sér titilinn getur byggt í kringum.
Athugasemdir
banner
banner
banner