mán 10. febrúar 2020 19:50
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona fær undanþágu til að kaupa framherja
Willian Jose gæti farið til Barcelona
Willian Jose gæti farið til Barcelona
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Barcelona gæti fengið inn framherja í febrúar þrátt fyrir að glugginn hafi lokað á dögunum. Willian Jose og Rodrigo eru efstir á listanum en það þarf þó ansi mikið að gerast til að skiptin gangi upp.

Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez er frá út tímabilið og þá er Ousmane Dembele einnig frá út tímabilið en samkvæmt reglum spænsku deildarinnar þá er undanþága veitt á að fá leikmenn á neyðarláni ef mikil meiðsli herja á liðin.

Barcelona hefur verið í viðræðum við Real Sociedad um brasilíska framherjann Willian Jose en hann er með 8 mörk í 22 leikjum á þessari leiktíð.

Þá hefur Rodrigo, leikmaður Valencia, verið orðaður við Börsunga en báðir leikmennirnir eru lykilmenn í sínum liðum og yrði erfitt fyrir félögin að láta þá af hendi.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner