Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 10. febrúar 2023 13:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það er ekki boðlegt að það sé ekki meiri fyrirvari"
Íslandsmeistararnir spila æfingaleik í kvöld.
Íslandsmeistararnir spila æfingaleik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir óskuðu eftir frestun.
Kórdrengir óskuðu eftir frestun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gærkvöldi var leik Breiðabliks og Kórdrengja í Lengjubikarnum frestað. Óvíst er með þátttöku Kórdrengja í keppninni og í Íslandsmótinu.

Breiðablik greip á það ráð að spila æfingaleik við Leiknis þar sem leik ÍBV og Leiknis er frestað vegna veðurs. Leikurinn í kvöld fer fram í Fífunni og hefst klukkan 19:00.

„Við vissum að það var búið að vera eitthvað bras á Kórdrengjum en tilkynningin frá KSÍ kom ekki fyrr en í gær. Ég held að Óskar hafi verið búinn að hafa það í bakhöndinni að þetta yrði staðan, væri búinn að gera plan-B þar sem hann er það skipulagður maður. Tilkynningin frá Kórdrengjum er að koma allt of seint til okkar, það er ekki boðlegt að það sé ekki meiri fyrirvari þegar búið er að setja upp mót og menn eru að reyna plana sig. En það þýðir ekki að skammast í neinu, svona er þetta bara og það er einhver ástæða fyrir þessu. Auðvitað eru menn ekki að leika sér að þessu," sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

„Það er lán í óláni að það er vont veður og Eyjamenn eru ekki að koma og spila við Leikni."

Breiðablik og Leiknir eru saman í riðli í Lengjubikarnum. Einhverjir velta því kannski fyrir sér af hverju leikurinn í kvöld er þá ekki hluti af riðlakeppninni.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, vildi lítið tjá sig um aðdraganda þess að ákveðið var að setja á æfingaleik gegn Leikni.

„Þetta var ákveðið með stuttum fyrirvara og það er ekki okkar að færa leiki til og frá. Það hefði ekki hentað okkur neitt sérstaklega vel (ef leikurinn gegn Leikni í kvöld væri hluti af Lengjubikarnum). Þá hefðum við mögulega verið án leiks 21. og 25. febrúar. Við eigum að spila við Leikni 21. og búið er að fresta leiknum við ÍBV um þrjár vikur (frá 25. feb til 14. mars.) Þá hefðum við verið leikjalausir frá 17. febrúar og þangað til við förum út í æfingaferð, það hefði verið of langur tími," sagði Óskar.

Sjá einnig:
Enn óvissa með Kórdrengi - FH bauð Ejub að taka við liðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner