Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 01. júní 2021 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Albert: Ekki rétt að fara í ÍA aftur á þessum tímapunkti
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Hafsteinsson, leikmaður Fram, var til viðtals hér á Fótbolti.net í gær. Hann var orðaður við endurkomu til uppeldisfélagsins í vetur en hann fór frá ÍA eftir tímabilið 2019 og gekk í raðir Fram.

Viðtalið í heild:
„Vildi vera lykilmaður í liði sem spilar skemmtilegan fótbolta"

„Fram sagði mér að ÍA hefði spurst fyrir um mig. Framararnir sögðu við mig að þeir hefðu engan áhuga á að losa á mig og spurðu mig út í þetta. Ég var og er sammála því að á þessum tímapunkti var ekki rétt að fara í ÍA aftur."

„Sérstaklega eftir hvernig síðasta tímabil endaði, það kom ekki til greina að fara frá Fram núna. Ég var líka nýbúinn að fara frá ÍA, ég þurfti að breyta til og hefði jafnvel átt að gera það fyrr. Það er ótrúlega dýrmætt að kynnast nýju fólki, breyta um umhverfi og eiga það í reynslubankanum,"
sagði Albert.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner