Englendingar hafa jafnaði metin gegn Hollendingum aðeins tíu mínútum eftir að Xavi Simons tók forystuna fyrir þá appelsínugulu.
Denzel Dumfries braut klaufalega af sér í teignum er hann reyndi að koma í veg fyrir skot Harry Kane.
Felix Zwayer, dómari leiksins, var beðinn um að skoða atvikið í VAR-skjánum og yfirleitt þegar það er staðan þá er um vítaspyrnu að ræða.
Það var raunin. Kane fór á punktin og setti hann þéttingsfast upp við stöng. Bart Verbruggen skutlaði sér í rétt horn en vítið afar öruggt og staðan nú 1-1.
Dumfries náði aðeins að bæta fyrir klaufaskap sinn stuttu síðar er hann bjargaði á línu frá Phil Foden, sem átti skot af stuttu færi. Eiginlega ótrúlegt að Foden hafi ekki skorað.
VAR????víti ????og Harry Kane?? England jafnar 1-1. Þvílík byrjun! pic.twitter.com/0f12ltU3FR
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2024
Athugasemdir