Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   mið 10. júlí 2024 19:26
Brynjar Ingi Erluson
Kane jafnaði úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot Dumfries
Englendingar hafa jafnaði metin gegn Hollendingum aðeins tíu mínútum eftir að Xavi Simons tók forystuna fyrir þá appelsínugulu.

Denzel Dumfries braut klaufalega af sér í teignum er hann reyndi að koma í veg fyrir skot Harry Kane.

Felix Zwayer, dómari leiksins, var beðinn um að skoða atvikið í VAR-skjánum og yfirleitt þegar það er staðan þá er um vítaspyrnu að ræða.

Það var raunin. Kane fór á punktin og setti hann þéttingsfast upp við stöng. Bart Verbruggen skutlaði sér í rétt horn en vítið afar öruggt og staðan nú 1-1.

Dumfries náði aðeins að bæta fyrir klaufaskap sinn stuttu síðar er hann bjargaði á línu frá Phil Foden, sem átti skot af stuttu færi. Eiginlega ótrúlegt að Foden hafi ekki skorað.


Athugasemdir
banner
banner
banner