Dominic Solanke, leikmaður Bournemouth, hefur verið hressilega orðaður við Tottenham upp á síðkastið en hann var að klára læknisskoðun hjá Lundúnarliðinu í dag og mun skrifa undir samning fljótlega.
Talið er að hann muni kosta Tottenham 55 milljónir punda en sú upphæð gæti mjög líklega farið upp í 65 milljónir með tímanum
Þetta er bæði hæsta upphæð sem Tottenham hefur greitt fyrir leikmann og sú langhæsta sem Bournemouth hefur fengið fyrir leikmann.
Talið er að Solanke verði með Tottenham í dag þegar þeir taka á móti Harry Kane og félögum í Bayern Munchen í æfingarleik.
Fyrsti leikur Tottenham í úrvalsdeildinni er gegn Leicester á útivelli þann 19. ágúst.
Athugasemdir