Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 10. ágúst 2024 18:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vel tekið á móti Aroni Einari - „Virkilega gott að vera kominn aftur inn á fótboltavöllinn"
Lengjudeildin
Mynd: Þór

Aron Einar Gunnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Þór síðan 2006 þegar hann kom inn á sem varamaður í jafntefli gegn Njarðvík í Lengjudeildinni í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Njarðvík

„Úr því sem komið var er þetta fínt stig. Byrjunin á seinni hálfleik skelfileg af okkar hálfu, hleyptum þeim inn í þetta með ódýru marki en sýndum vissulega karakter með því að koma til baka, það er meira sem býr í þessu Þórsliði sem við sýndum á köflum í dag."

„Síðustu tuttugu getum við verið nokkuð sáttir, fórum að sækja á þá og pressuðum hærra. Vítið hleypti okkur inn í leikinn."

Þórsarar fjölmenntu í stúkuna og tóku vel á móti Aroni þegar hann kom inn á sem varamaður.

„Eins og við vorum búnir að tala um að koma mér í stand. Það geri ég með mínútum og virkilega gott að vera kominn aftur inn á fótboltavöllinn án þess að finna fyrir miklum verkjum. Það tek ég jákvætt út úr þessu persónulega. Gaman að það voru margir í stúkunni og tóku vel á móti manni," sagði Aron Einar.

Hann lagði upp jöfnunarmarkið á Vilhelm Ottó Biering Ottósson þegar hann átti fyrirgjöf á kollinn á Vilhelm.

„Gott að geta hjálpað liðinu að ná í þetta stig því mér fannst við eiga það skilið miðað við færin sem við fengum í þessum leik þá áttum við klárlega stigið skilið," sagði Aron Einar.


Athugasemdir
banner
banner