Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
   lau 10. ágúst 2024 18:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vel tekið á móti Aroni Einari - „Virkilega gott að vera kominn aftur inn á fótboltavöllinn"
Lengjudeildin
Mynd: Þór

Aron Einar Gunnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Þór síðan 2006 þegar hann kom inn á sem varamaður í jafntefli gegn Njarðvík í Lengjudeildinni í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Njarðvík

„Úr því sem komið var er þetta fínt stig. Byrjunin á seinni hálfleik skelfileg af okkar hálfu, hleyptum þeim inn í þetta með ódýru marki en sýndum vissulega karakter með því að koma til baka, það er meira sem býr í þessu Þórsliði sem við sýndum á köflum í dag."

„Síðustu tuttugu getum við verið nokkuð sáttir, fórum að sækja á þá og pressuðum hærra. Vítið hleypti okkur inn í leikinn."

Þórsarar fjölmenntu í stúkuna og tóku vel á móti Aroni þegar hann kom inn á sem varamaður.

„Eins og við vorum búnir að tala um að koma mér í stand. Það geri ég með mínútum og virkilega gott að vera kominn aftur inn á fótboltavöllinn án þess að finna fyrir miklum verkjum. Það tek ég jákvætt út úr þessu persónulega. Gaman að það voru margir í stúkunni og tóku vel á móti manni," sagði Aron Einar.

Hann lagði upp jöfnunarmarkið á Vilhelm Ottó Biering Ottósson þegar hann átti fyrirgjöf á kollinn á Vilhelm.

„Gott að geta hjálpað liðinu að ná í þetta stig því mér fannst við eiga það skilið miðað við færin sem við fengum í þessum leik þá áttum við klárlega stigið skilið," sagði Aron Einar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner