Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   lau 10. ágúst 2024 18:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vel tekið á móti Aroni Einari - „Virkilega gott að vera kominn aftur inn á fótboltavöllinn"
Lengjudeildin
Mynd: Þór

Aron Einar Gunnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Þór síðan 2006 þegar hann kom inn á sem varamaður í jafntefli gegn Njarðvík í Lengjudeildinni í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Njarðvík

„Úr því sem komið var er þetta fínt stig. Byrjunin á seinni hálfleik skelfileg af okkar hálfu, hleyptum þeim inn í þetta með ódýru marki en sýndum vissulega karakter með því að koma til baka, það er meira sem býr í þessu Þórsliði sem við sýndum á köflum í dag."

„Síðustu tuttugu getum við verið nokkuð sáttir, fórum að sækja á þá og pressuðum hærra. Vítið hleypti okkur inn í leikinn."

Þórsarar fjölmenntu í stúkuna og tóku vel á móti Aroni þegar hann kom inn á sem varamaður.

„Eins og við vorum búnir að tala um að koma mér í stand. Það geri ég með mínútum og virkilega gott að vera kominn aftur inn á fótboltavöllinn án þess að finna fyrir miklum verkjum. Það tek ég jákvætt út úr þessu persónulega. Gaman að það voru margir í stúkunni og tóku vel á móti manni," sagði Aron Einar.

Hann lagði upp jöfnunarmarkið á Vilhelm Ottó Biering Ottósson þegar hann átti fyrirgjöf á kollinn á Vilhelm.

„Gott að geta hjálpað liðinu að ná í þetta stig því mér fannst við eiga það skilið miðað við færin sem við fengum í þessum leik þá áttum við klárlega stigið skilið," sagði Aron Einar.


Athugasemdir
banner