De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
   lau 10. ágúst 2024 18:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vel tekið á móti Aroni Einari - „Virkilega gott að vera kominn aftur inn á fótboltavöllinn"
Lengjudeildin
Mynd: Þór

Aron Einar Gunnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Þór síðan 2006 þegar hann kom inn á sem varamaður í jafntefli gegn Njarðvík í Lengjudeildinni í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Njarðvík

„Úr því sem komið var er þetta fínt stig. Byrjunin á seinni hálfleik skelfileg af okkar hálfu, hleyptum þeim inn í þetta með ódýru marki en sýndum vissulega karakter með því að koma til baka, það er meira sem býr í þessu Þórsliði sem við sýndum á köflum í dag."

„Síðustu tuttugu getum við verið nokkuð sáttir, fórum að sækja á þá og pressuðum hærra. Vítið hleypti okkur inn í leikinn."

Þórsarar fjölmenntu í stúkuna og tóku vel á móti Aroni þegar hann kom inn á sem varamaður.

„Eins og við vorum búnir að tala um að koma mér í stand. Það geri ég með mínútum og virkilega gott að vera kominn aftur inn á fótboltavöllinn án þess að finna fyrir miklum verkjum. Það tek ég jákvætt út úr þessu persónulega. Gaman að það voru margir í stúkunni og tóku vel á móti manni," sagði Aron Einar.

Hann lagði upp jöfnunarmarkið á Vilhelm Ottó Biering Ottósson þegar hann átti fyrirgjöf á kollinn á Vilhelm.

„Gott að geta hjálpað liðinu að ná í þetta stig því mér fannst við eiga það skilið miðað við færin sem við fengum í þessum leik þá áttum við klárlega stigið skilið," sagði Aron Einar.


Athugasemdir
banner
banner