Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 10. nóvember 2019 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola stoltur eftir tap „gegn sterkasta liði Evrópu"
Guardiola lætur hér dómarana vita af óánægju sinni.
Guardiola lætur hér dómarana vita af óánægju sinni.
Mynd: Getty Images
„Við sýndum í dag hvers vegna við erum meistarar. Ég er svo stoltur af liðinu, meira en nokkru sinni fyrr," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 3-1 tap gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

„Við getum verið stoltir af því hvernig við spiluðum gegn sterkasta liði Evrópu."

City-menn voru mjög ósáttir við fyrsta markið sem Fabinho skoraði.

Leikmenn Manchester City vildu fá vítaspyrnu skömmu áður er Trent Alexander-Arnold handlék knöttinn.

Liverpool fór í sókn og þar skoraði Fabinho með skoti af löngu færi í vinstra hornið.

Guardiola var svo ósáttur við það síðar í leiknum að fá ekki vítaspyrnu þegar boltinn fór aftur í hendi Alexander-Arnold innan teigs.

„Spyrjið dómarana, ekki spyrja mig. Spyrjið Mike Riley og gaurana í VAR-herberginu. Ég vil tala um frammistöðuna, sem var mjög góð," sagði Guardiola.

City er núna níu stigum frá toppliði Liverpool. Guardiola segist ekki geta spáð fyrir um það hvort City nái að vinna meistaratitilinn þriðja árið í röð.

„Ég veit það ekki. Ég sé ekki í framtíðina. Við eigum Chelsea heima næst, við reynum að vinna þá."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner