Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. febrúar 2020 06:00
Magnús Már Einarsson
Erfitt að finna tíma fyrir leik Manchester City og West Ham
Manchester City á marga leiki framundan.
Manchester City á marga leiki framundan.
Mynd: Getty Images
Manchester City og West Ham vilja ekki mætast um næstu helgi eftir að leik liðanna var frestað á sunnudag vegna veðurs.

Enska úrvalsdeildin á erfitt með að finna tímasetningu fyrir leikinn. Manchester City og West Ham eru farin í vetrarfrí og vilja ekki spila leikinn um næstu helgi.

Leikmenn West Ham eru margir erlendis en þeir eru í fríi frá æfingum fram á laugardag.

Manchester City er ennþá með í enska bikarnum, deildabikarnum og Meistaradeildinni og því er erfitt að finna tímasetningu fyrir leikinn.

Nú þegar er búið að fresta leik Manchester City og Arsenal sem átti að fara fram 1. mars þar sem liðið spilar gegn Aston Villa í úrslitum deildabikarsins þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner