Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. mars 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Úlfarnir orðaðir við James
James Rodriguez.
James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlar segja að Wolverhampton Wanderers ætli að reyna að fá Kólumbíumanninn James Rodriguez frá Real Madrid.

Úlfarnir eru í góðu sambandi við ofurumboðsmanninn Jorge Mendes sem er með James á sínum snærum.

Mendes er sagður vongóður um að geta látið Real Madrid lækka 80 milljóna evra verðmiða á leikmanninum svo Úlfarnir eigi möguleika á að fá hann.

James kom aftur til Real Madrid síðasta sumar eftir tveggja ára lánsdvöl hjá Bayern München. Hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki í La Liga á þessu tímabili og ekki komið við sögu í deildarleik síðan í tapi gegn Real Mallorca í október.

James skoraði 15 mörk og átti 20 stoðsendingar í 67 leikjum fyrir Bayern milli 2017 og 2019. Hann hefur verið orðaður við Atletico Madrid og Napoli.
Athugasemdir
banner
banner