Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 11. apríl 2024 11:51
Elvar Geir Magnússon
Kompany dæmdur í hliðarlínubann
Vincent Kompany stjóri Burnley hefur verið dæmdur í tveggja leikja hliðarlínubann eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Chelsea þann 30. mars.

Hann tekur út bann í næsta leik en hinn leikurinn er skilorðsbundinn. Þá fær hann tíu þúsund punda sekt.

Hliðarlínubann virkar þannig að hann má ræða við lið sitt í klefanum fyrir leik og í hálfleik en má hinsvegar ekki vera í boðvangnum meðan á leik stendur.

Kompany fékk rauða spjaldið fyrir að mótmæla vítaspyrnuákvörðun sem leiddi til þess að Lorenz Assignon fékk brottvísun.

Belginn sagði eftir leik að gæði dómgæslunnar í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið hefði alls ekki verið nægilega góð.

Kompany verður ekki á hliðarlínunni þegar Burnley, sem er í 19. sæti deildarinnar og í harðri fallbaráttu, tekur á móti Brighton á laugardaginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner