Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 11. júní 2019 21:53
Arnar Daði Arnarsson
Jón Daði: Hefði getað þjösnast í gegnum 90 mínútur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var æðislegt. Það er auðvitað ógeðslega langt síðan ég fékk að spila síðast. Ég spilaði síðast deildarleik í febrúar. Maður saknar þess að snerta fótbolta og vera aftur á grasinu, þá sérstaklega á Laugardalsvellinum," sagði Jón Daði Böðvarsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir 2-1 liðsins á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld.

Jón Daði hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu og lítið spilað með Reading á þessu ári.

„Maður rennur svolítið á adrenalíninu og stemningunni. Ég var orðinn svolítið þreyttur á 60. mínútu en ég hefði alveg getað þjösnast í gegnum 90 mínútur en það var kannski lang sniðugast að taka mann útaf svo maður sé ekki að meiðast eða eitthvað svoleiðis. Þetta var æðislegt og sérstaklega að fá sex stig úr þessum tveimur leikjum," sagði Jón Daði.

Hann segir að það hafi ekkert komið sér mikið á óvart að hann hafi verið í byrjunarliðinu í kvöld.

„Það hefur gengið mjög vel á æfingum og fitnessið er gott þannig séð. Ég hef verið að æfa mjög vel og fór beint eftir tímabilið á Selfoss og hef verið að æfa þar með Gunnari Borgþórssyni, maður verður að gefa honum S/O meðan maður er að tala við ykkur. Ég þakka honum fyrir að koma mér í stand og síðan hef ég verið að æfa vel með landsliðinu, síðan var maður klár í þetta," sagði Jón Daði.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner