Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   þri 11. júní 2019 21:53
Arnar Daði Arnarsson
Jón Daði: Hefði getað þjösnast í gegnum 90 mínútur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var æðislegt. Það er auðvitað ógeðslega langt síðan ég fékk að spila síðast. Ég spilaði síðast deildarleik í febrúar. Maður saknar þess að snerta fótbolta og vera aftur á grasinu, þá sérstaklega á Laugardalsvellinum," sagði Jón Daði Böðvarsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir 2-1 liðsins á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld.

Jón Daði hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu og lítið spilað með Reading á þessu ári.

„Maður rennur svolítið á adrenalíninu og stemningunni. Ég var orðinn svolítið þreyttur á 60. mínútu en ég hefði alveg getað þjösnast í gegnum 90 mínútur en það var kannski lang sniðugast að taka mann útaf svo maður sé ekki að meiðast eða eitthvað svoleiðis. Þetta var æðislegt og sérstaklega að fá sex stig úr þessum tveimur leikjum," sagði Jón Daði.

Hann segir að það hafi ekkert komið sér mikið á óvart að hann hafi verið í byrjunarliðinu í kvöld.

„Það hefur gengið mjög vel á æfingum og fitnessið er gott þannig séð. Ég hef verið að æfa mjög vel og fór beint eftir tímabilið á Selfoss og hef verið að æfa þar með Gunnari Borgþórssyni, maður verður að gefa honum S/O meðan maður er að tala við ykkur. Ég þakka honum fyrir að koma mér í stand og síðan hef ég verið að æfa vel með landsliðinu, síðan var maður klár í þetta," sagði Jón Daði.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner