fim 11. júlí 2019 14:36
Brynjar Ingi Erluson
Arnautovic gagnrýnir fjölmiðla: Þeir skrifa bara eitthvað
Marko Arnautovic er farinn frá West Ham
Marko Arnautovic er farinn frá West Ham
Mynd: Getty Images
Austurríski landsliðsmaðurinn Marko Arnautovic er mættur til Kína en hann gekk nýlega til liðs við Shanghai SIPG frá West Ham. Hann gagnrýnir fjölmiðla harðlega fyrir ósanngjarna umfjöllun.

Nokkur kínverskt lið sýndu Arnautovic áhuga í janúar en West Ham hafnaði þá öllum tilboðum í hann. Leikmaðurinn skrifaði undir nýjan fimm ára samning og hækkaði verulega í launum.

Rúmlega sex mánuðum síðar er hann búinn að skrifa undir hjá Shanghai SIPG fyrir töluvert lægri upphæð eða 22 milljónir punda.

Arnautovic er með sérstakan karakter sem minnir óneitanlega á Mario Balotelli, framherja Marseille.

„Fjölmiðlarnir hvorki æfa né spila með mér en þeir skrifa bara það sem þeim dettur í hug," sagði Arnautovic.

„Kannski eru þetta evrópskir fjölmiðlar í hnotskurn. Sannleikurinn er sá að ég legg mig 100% fram fyrir lið mitt og spara aldrei krafta mína," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner