Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 11. júlí 2019 22:35
Jóhann Óli Eiðsson
Rúnar: Kannski ágætt að þeir skilja ekki ensku
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Það er ekkert sjálfgefið í þessu. Við vorum að vinna eitt sterkasta liðið í Tallinn. Það var fúlt að fá þetta mark á sig og það getur skipt sköpum á fimmtudaginn en við höfum áhrif á það að lokum,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson eftir 2-1 sigur Stjörnunnar á Levadia Tallinn á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Levadia

Leikurinn var fyrri leikur liðanna í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar en sá síðari fer fram næsta fimmtudag ytra. Rúnar var sáttur með frammistöðuna en liðið fékk nokkur færi til að bæta við mörkum í leiknum. Meðal annars brenndi Hilmdar Árni Halldórsson af vítaspyrnu. Hvítrússenskur dómari leiksins náði hins vegar að ergja heimamenn.

„Hann fór mjög í taugarnar á okkur. Hann leyfði mikið, dæmdi brot á okkur fyrir eitthvað sem var ekki dæmt á þá og missti svolítið tökin. Sennilega var hann að gera sitt besta. Síðan tala þeir enga ensku svo það er ekkert hægt að tjá sig við þá. Kannski var það bara ágætt,“ segir Rúnar.

Framundan er flug til Eistlands á mánudag. „Strákarnir eru búnir að þreifa á þeim í 90 mínútur. Nú vitum við hverju við erum að fara að mæta. Þekkjum þá vel og aðstæðurnar. Það verður ágætis hiti en við verðum á sama hóteli og öll umgjörnin sú sama,“ segir Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner