Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 11. júlí 2019 22:35
Jóhann Óli Eiðsson
Rúnar: Kannski ágætt að þeir skilja ekki ensku
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Það er ekkert sjálfgefið í þessu. Við vorum að vinna eitt sterkasta liðið í Tallinn. Það var fúlt að fá þetta mark á sig og það getur skipt sköpum á fimmtudaginn en við höfum áhrif á það að lokum,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson eftir 2-1 sigur Stjörnunnar á Levadia Tallinn á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Levadia

Leikurinn var fyrri leikur liðanna í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar en sá síðari fer fram næsta fimmtudag ytra. Rúnar var sáttur með frammistöðuna en liðið fékk nokkur færi til að bæta við mörkum í leiknum. Meðal annars brenndi Hilmdar Árni Halldórsson af vítaspyrnu. Hvítrússenskur dómari leiksins náði hins vegar að ergja heimamenn.

„Hann fór mjög í taugarnar á okkur. Hann leyfði mikið, dæmdi brot á okkur fyrir eitthvað sem var ekki dæmt á þá og missti svolítið tökin. Sennilega var hann að gera sitt besta. Síðan tala þeir enga ensku svo það er ekkert hægt að tjá sig við þá. Kannski var það bara ágætt,“ segir Rúnar.

Framundan er flug til Eistlands á mánudag. „Strákarnir eru búnir að þreifa á þeim í 90 mínútur. Nú vitum við hverju við erum að fara að mæta. Þekkjum þá vel og aðstæðurnar. Það verður ágætis hiti en við verðum á sama hóteli og öll umgjörnin sú sama,“ segir Rúnar.
Athugasemdir