Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Formaður Völsungs: Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   lau 11. júlí 2020 21:54
Helgi Fannar Sigurðsson
Andri: Vissum að við fengjum á okkur mark í þessu móti
Andri Steinn Birgisson (Til vinstri) ásamt Davíð Smára Lamude. Saman þjálfa þeir Kórdrengi.
Andri Steinn Birgisson (Til vinstri) ásamt Davíð Smára Lamude. Saman þjálfa þeir Kórdrengi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega sáttur, hrikalega ánægður með mitt lið í vinnuframlagi og vilja," sagði Andri Steinn Birgisson, annar þjálfara Kórdrengja eftir 1-2 sigur á móti Haukum fyrr í dag.

Kórdrengir byrjuðu leikinn vel og réðu ferðinni fyrstu mínúturnar. Haukar unnu sig svo smátt og smátt inn í leikinn. Staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.
Haukar komust svo yfir á 62. mínútu þegar Tómas Leó Ásgeirsson skoraði úr vítaspyrnu. Albert Brynjar Ingason svaraði þó fyrir Kórdrengi með tveimur mörkum og þar við sat.

„Við byrjuðum á að pressa þá hátt og gerðum það mjög vel. Þeir ná að spila sig út úr tveimur pressum og eftir það urðum við pínu smeykir. Þeir geta spilað sig út úr pressum og eru með hörkulið. Við föllum til baka og ræddum það í hálfleik. Mér fannst við gera það vel í seinni hálfleik."

Fyrir leikinn í dag höfðu Kórdrengir ekki enn fengið á sig mark í deildinni. Andri segir menn ekki vera að svekkja sig á að markið hafi dottið inn í dag.

„Við vissum að við fengjum á okkur mark í þessu móti. Við fáum á okkur mark úr víti, eigum enn eftir að fá á okkur mark úr opnum leik. Þetta er bara partur af fótbolta."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner