Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
   lau 11. júlí 2020 21:54
Helgi Fannar Sigurðsson
Andri: Vissum að við fengjum á okkur mark í þessu móti
Andri Steinn Birgisson (Til vinstri) ásamt Davíð Smára Lamude. Saman þjálfa þeir Kórdrengi.
Andri Steinn Birgisson (Til vinstri) ásamt Davíð Smára Lamude. Saman þjálfa þeir Kórdrengi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega sáttur, hrikalega ánægður með mitt lið í vinnuframlagi og vilja," sagði Andri Steinn Birgisson, annar þjálfara Kórdrengja eftir 1-2 sigur á móti Haukum fyrr í dag.

Kórdrengir byrjuðu leikinn vel og réðu ferðinni fyrstu mínúturnar. Haukar unnu sig svo smátt og smátt inn í leikinn. Staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.
Haukar komust svo yfir á 62. mínútu þegar Tómas Leó Ásgeirsson skoraði úr vítaspyrnu. Albert Brynjar Ingason svaraði þó fyrir Kórdrengi með tveimur mörkum og þar við sat.

„Við byrjuðum á að pressa þá hátt og gerðum það mjög vel. Þeir ná að spila sig út úr tveimur pressum og eftir það urðum við pínu smeykir. Þeir geta spilað sig út úr pressum og eru með hörkulið. Við föllum til baka og ræddum það í hálfleik. Mér fannst við gera það vel í seinni hálfleik."

Fyrir leikinn í dag höfðu Kórdrengir ekki enn fengið á sig mark í deildinni. Andri segir menn ekki vera að svekkja sig á að markið hafi dottið inn í dag.

„Við vissum að við fengjum á okkur mark í þessu móti. Við fáum á okkur mark úr víti, eigum enn eftir að fá á okkur mark úr opnum leik. Þetta er bara partur af fótbolta."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner