lau 11. júlí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Spes" búningsklefi og hrækt á leikmann Bjarnarins á Hvolsvelli
Mynd af liði Bjarnarins frá því í febrúar.
Mynd af liði Bjarnarins frá því í febrúar.
Mynd: Björninn
Björninn og KFR mættust í B-riðli 4-deildar í gærkvöldi. Leikið var á SS-vellinum á Hvolsvelli og endaði leikurinn með markalausu jafntefli.

Athyglisverð Twitter-færsla var skrifuð nú aðfaranótti laugardags. Þar er kvartað undan búningsklafanum sem gestaliðið fékk aðgang að. Sá reyndist vera heill íþróttasalur og leikmenn þurftu í kjölfarið að nota almenningssturtur í sundlaugunni til að sturta sig eftir leik.

Ennfremur er sagt í færslunni frá því að leikmaður KFR hafi hrækt á leikmann Bjarnarins og hafi ekki fengið spjald fyrir athæfið.

KFR er með átta stig eftir fjóra leiki og Björninn er með sama stigafjölda eftir fimm leiki.

„Virðum stigið á Hvolfsvelli. Vissulega spes að búningsklefinn hafi verið heill íþróttasalur og menn hafi þurft að nota almenningssturtur í sundlauginni. Skrýtnast var þó þegar leikmaður KFR hrækti á leikmann Bjarnarins og fékk ekki spjald fyrir," var skrifað inn á Twitterreikningi Bjarnarins (@BjorninnF).




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner