Annað kvöld mætast Augnablik og Hvíti riddarinn í leik í 3. deild karla í Fífunni, en heimamenn munu spila í sérstökum treyjum til minningar um Pétur Benediktsson.
Pétur hefði orðið 40 ára á morgun en hann féll frá árið 2006 þegar hann var aðeins 21 árs gamall.
Pétur hefði orðið 40 ára á morgun en hann féll frá árið 2006 þegar hann var aðeins 21 árs gamall.
Pétur var helsti hvatamaður þess að koma Augnablik aftur á lappirnar árið 2006 eftir að félagið hafði legið í dvala um árabil, en Augnablik hefur starfað óslitið síðan.
Hann var einnig virkur félagsmaður í Breiðabliki og sat í ráðum og nefndum ásamt því að sinna yngri flokka þjálfun.
„Augnablik ásamt vinum og fjölskyldu Péturs vilja heiðra minningu hans á þessum merkisdegi og værum við til í að sjá sem flest mæta," segir í tilkynningu félagsins.
Treyjurnar sem Augnablik spilar í á morgun eru merktar PÍETA-samtökunum. Treyjurnar eru komnar í sölu en allur ágóðinn af treyjusölunni og miðasölu mun renna óskiptur til PÍETA og um að gera að skella sér á völlinn annað kvöld. En einnig er hægt að leggja inn á reikning Augnabliks. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.
Reikningsnúmer: 0536-26-014085
Kennitala: 660195-2899
Munið að merkja færsluna PB.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.
Þá er hægt að nálgast upplýsingar um Píeta samtökin hérna.
Minningartreyja Péturs Ben????
— Augnablik (@Augnablikid) July 10, 2024
Hér má líta systkini Péturs ásamt Augnabliks hetjum í treyjunni.
Hægt er að forpanta með því að senda okkur skilaboð á Instagram eða Facebook, treyjan kostar 9þúsund krónur og mun allur ágóði af treyjusölu renna óskiptur til PÍETA. pic.twitter.com/dzktxKp3ur
Athugasemdir



