De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fim 11. júlí 2024 16:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp neitar Bandaríkjunum
Tim Howard, fyrrum landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, sagði á dögunum að það væru 100 prósent líkur á því að hann gæti sannfært Jurgen Klopp um að taka við bandaríska landsliðinu.

Núna, viku seinna, er Klopp búinn að hafna Bandaríkjunum.

Gregg Berhalter var í gær rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Bandaríkjanna og var Klopp greinilega ofarlega á lista en The Athletic segir frá því að hann hafi ekki verið áhugasamur um starfið á þessum tímapunkti og neitað fyrirspurn frá bandaríska fótboltasambandinu.

Klopp, sem er 57 ára, er staðráðinn í að taka sér frí frá fótbolta eftir að hafa hætt með Liverpool í maí.

Bandaríkin eru að reyna að finna þjálfara fyrir HM 2026 á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner