29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 11. ágúst 2022 21:11
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Smári: Mér finnst ekki muna miklu milli þessara liða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja var gríðarlega vonsvikinn eftir að liðið hans tapaði 4-2 fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólurbikarsins í kvöld. Kórdrengir eru þar af leiðandi fallnir úr keppninni.


Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  4 FH

„Við náttúrulega gefum þeim bara mörk, það var svona smá fókus leysi í stuttan tíma sem að þeir bara refsa okkur fyrir og við vitum það alveg þegar við erum að spila á móti svona gæða leikmönnum að ef það er fókus leysi þá er bara refsað. Leikur liðsins í heild sinni fannst mér vera góður en jú við hefðum mátt halda aðeins betur í boltan en við vorum ógnandi stöðugt fannst mér, sterkir í föstum leikatriðum og það sem við lögðum upp með fyrir leik fannst mér ganga að nokkru leiti bara vel fyrir utan eins og ég segi þetta hugsunar leysi. Varnarlega fannst mér við góðir, þeir opnuðu vörnina okkar aldrei en við gáfum þeim mörk í vörninni sem var hugsunar leysi og smá fókus leysi."

FH var mað boltan mest megnis allan leikinn og kannski náttúrulegt að lið í neðri deild leggi upp með að vera þéttir til baka og leyfa hinu liðinu að koma á þá.

„Nei það var kannski ekkert endilega planið, við höfum alveg gæði til þess að halda í boltan og hefðum mátt eins og ég sagði áðan gera það töluvert betur að halda betur í hann og við gerðum það mjög vel undir lok leiks en þá var kannski pressan aðeins farin og þess háttar en bara ósáttur með mörkin sem við gefum það er svona fyrst og fremst það sem ég tek út úr þessu en líka það að mér finnst ekki muna miklu milli þessara liða. Það er það sem mér finnst."

Þá er liðið dottið úr bikarnum og eiga ekki mikið að spila fyrir í deildinni hvað er þá spilað fyrir restina af tímabilinu?

„Við ætlum bara að spila fyrir stoltið og koma okkur ofar í töflunni, við eigum klárlega heima ofar í töflunni gæðalega séð. Eins og við sýndum í kvöld þá eigum við heima ofar í töflunni það er klárt mál."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner