Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fim 11. ágúst 2022 21:11
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Smári: Mér finnst ekki muna miklu milli þessara liða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja var gríðarlega vonsvikinn eftir að liðið hans tapaði 4-2 fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólurbikarsins í kvöld. Kórdrengir eru þar af leiðandi fallnir úr keppninni.


Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  4 FH

„Við náttúrulega gefum þeim bara mörk, það var svona smá fókus leysi í stuttan tíma sem að þeir bara refsa okkur fyrir og við vitum það alveg þegar við erum að spila á móti svona gæða leikmönnum að ef það er fókus leysi þá er bara refsað. Leikur liðsins í heild sinni fannst mér vera góður en jú við hefðum mátt halda aðeins betur í boltan en við vorum ógnandi stöðugt fannst mér, sterkir í föstum leikatriðum og það sem við lögðum upp með fyrir leik fannst mér ganga að nokkru leiti bara vel fyrir utan eins og ég segi þetta hugsunar leysi. Varnarlega fannst mér við góðir, þeir opnuðu vörnina okkar aldrei en við gáfum þeim mörk í vörninni sem var hugsunar leysi og smá fókus leysi."

FH var mað boltan mest megnis allan leikinn og kannski náttúrulegt að lið í neðri deild leggi upp með að vera þéttir til baka og leyfa hinu liðinu að koma á þá.

„Nei það var kannski ekkert endilega planið, við höfum alveg gæði til þess að halda í boltan og hefðum mátt eins og ég sagði áðan gera það töluvert betur að halda betur í hann og við gerðum það mjög vel undir lok leiks en þá var kannski pressan aðeins farin og þess háttar en bara ósáttur með mörkin sem við gefum það er svona fyrst og fremst það sem ég tek út úr þessu en líka það að mér finnst ekki muna miklu milli þessara liða. Það er það sem mér finnst."

Þá er liðið dottið úr bikarnum og eiga ekki mikið að spila fyrir í deildinni hvað er þá spilað fyrir restina af tímabilinu?

„Við ætlum bara að spila fyrir stoltið og koma okkur ofar í töflunni, við eigum klárlega heima ofar í töflunni gæðalega séð. Eins og við sýndum í kvöld þá eigum við heima ofar í töflunni það er klárt mál."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner