Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. janúar 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sérfræðingarnir líktu Þorleifi við Heskey
Þorleifur Úlfarsson.
Þorleifur Úlfarsson.
Mynd: Duke
Þorleifur Úlfarsson var í gær valinn númer fjögur í nýliðavali MLS-deildarinnar í Norður-Ameríku.

Þorleifur var í Duke háskólanum þar sem hann vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Hann skoraði 15 mörk fyrir Duke og var valinn besti sóknarmaður ACC-deildarinnar.

Hann var valinn númer fjögur af Houston Dynamo. Liðið endaði í neðsta sæti vesturdeildarinnar á síðustu leiktíð og skoraði næst fæst mörk.

Það verður gaman að fylgjast með honum í MLS, en sérfræðingar í kringum nýliðavalið líktu Þorleifi við Emile nokkurn Heskey þegar hann var valinn. Heskey var sterkur sóknarmaður sem spilaði meðal annars fyrir Liverpool og enska landsliðið á sínum ferli. Svo sannarlega áhugaverður samanburður.

Þorleifur hefur verið á mála hjá Breiðabliki, Augnabliki og Víkingi Ólafsvík hér á landi. Núna mun hann reyna fyrir sér í MLS-deildinni.

Ben Bender var valinn númer eitt í nýliðavalinu og fer hann til Charlotte FC. Bender, sem er miðjumaður, lék með Maryland háskólanum. Honum var líkt við Kevin de Bruyne, miðjumann Manchester City.


Athugasemdir
banner
banner