Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   mið 12. febrúar 2025 18:20
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Sölvi Geir Ottesen ræddi um komandi leik.
Sölvi Geir Ottesen ræddi um komandi leik.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur mætir gríska liðinu Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar á morgun klukkan 17:45. Þetta er fyrri viðureign liðanna en sú seinni fer fram í Grikklandi fimmtudaginn 20. febrúar.

Sigurvegari einvígisins tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum og mætir þar annaðhvort Fiorentina eða SK Rapid.

Fótbolti.net er í Helsinki þar sem fyrri leikurinn fer fram og Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, veitti í dag viðtal fyrir komandi leik.

„Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Hann hefur verið smá brösóttur og við höfum verið að fara ótroðnar slóðir með þetta. Ekkert lið hefur verið í þessum aðstæðum og við höfum þurft að læra svolítið fljótt inn á þetta," segir Sölvi.

„Við ákváðum að keyra strax á það að koma strákunum í form, við erum að mæta Panathinaikos sem er að spila í deildinni heima og er í hörkuleikformi. Veðrið heima á Íslandi var aðeins að trufla okkur og það hafa verið hindranir. En ég verð að hrósa strákunum, hversu fókuseraðir þeir hafa verið á hvað var framundan. Þeir kvörtuðu aldrei og maður finnur að þeir eru mjög einbeittur."

„Panathinaikos er með mjög góða einstaklinga innanborðs en við sjáum samt sem áður fullt af tækifærum á móti þeim. Við getum alveg farið með gott sjálfstraust inn í þetta einvígi."

Sölvi segir að liðsval sitt fyrir leikinn á morgun muni byggja á stöðunni á leikmönnum. „Við þurfum á hlaupurum að halda í þessum leik. Við höfum verið að horfa til þess hverjir eru klárir í að byrja leikinn og til í að spila mikið. Menn eru að koma mismunandi til baka."

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, er Sölvi spurður nánar út í komandi leik. Gengi Panathinaikos að undanförnu og leikkerfi Víkings koma meðal annars við sögu.
Athugasemdir
banner