Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   mið 12. febrúar 2025 18:20
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Sölvi Geir Ottesen ræddi um komandi leik.
Sölvi Geir Ottesen ræddi um komandi leik.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur mætir gríska liðinu Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar á morgun klukkan 17:45. Þetta er fyrri viðureign liðanna en sú seinni fer fram í Grikklandi fimmtudaginn 20. febrúar.

Sigurvegari einvígisins tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum og mætir þar annaðhvort Fiorentina eða SK Rapid.

Fótbolti.net er í Helsinki þar sem fyrri leikurinn fer fram og Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, veitti í dag viðtal fyrir komandi leik.

„Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Hann hefur verið smá brösóttur og við höfum verið að fara ótroðnar slóðir með þetta. Ekkert lið hefur verið í þessum aðstæðum og við höfum þurft að læra svolítið fljótt inn á þetta," segir Sölvi.

„Við ákváðum að keyra strax á það að koma strákunum í form, við erum að mæta Panathinaikos sem er að spila í deildinni heima og er í hörkuleikformi. Veðrið heima á Íslandi var aðeins að trufla okkur og það hafa verið hindranir. En ég verð að hrósa strákunum, hversu fókuseraðir þeir hafa verið á hvað var framundan. Þeir kvörtuðu aldrei og maður finnur að þeir eru mjög einbeittur."

„Panathinaikos er með mjög góða einstaklinga innanborðs en við sjáum samt sem áður fullt af tækifærum á móti þeim. Við getum alveg farið með gott sjálfstraust inn í þetta einvígi."

Sölvi segir að liðsval sitt fyrir leikinn á morgun muni byggja á stöðunni á leikmönnum. „Við þurfum á hlaupurum að halda í þessum leik. Við höfum verið að horfa til þess hverjir eru klárir í að byrja leikinn og til í að spila mikið. Menn eru að koma mismunandi til baka."

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, er Sölvi spurður nánar út í komandi leik. Gengi Panathinaikos að undanförnu og leikkerfi Víkings koma meðal annars við sögu.
Athugasemdir
banner
banner
banner