Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 12. febrúar 2025 18:20
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Sölvi Geir Ottesen ræddi um komandi leik.
Sölvi Geir Ottesen ræddi um komandi leik.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur mætir gríska liðinu Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar á morgun klukkan 17:45. Þetta er fyrri viðureign liðanna en sú seinni fer fram í Grikklandi fimmtudaginn 20. febrúar.

Sigurvegari einvígisins tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum og mætir þar annaðhvort Fiorentina eða SK Rapid.

Fótbolti.net er í Helsinki þar sem fyrri leikurinn fer fram og Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, veitti í dag viðtal fyrir komandi leik.

„Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Hann hefur verið smá brösóttur og við höfum verið að fara ótroðnar slóðir með þetta. Ekkert lið hefur verið í þessum aðstæðum og við höfum þurft að læra svolítið fljótt inn á þetta," segir Sölvi.

„Við ákváðum að keyra strax á það að koma strákunum í form, við erum að mæta Panathinaikos sem er að spila í deildinni heima og er í hörkuleikformi. Veðrið heima á Íslandi var aðeins að trufla okkur og það hafa verið hindranir. En ég verð að hrósa strákunum, hversu fókuseraðir þeir hafa verið á hvað var framundan. Þeir kvörtuðu aldrei og maður finnur að þeir eru mjög einbeittur."

„Panathinaikos er með mjög góða einstaklinga innanborðs en við sjáum samt sem áður fullt af tækifærum á móti þeim. Við getum alveg farið með gott sjálfstraust inn í þetta einvígi."

Sölvi segir að liðsval sitt fyrir leikinn á morgun muni byggja á stöðunni á leikmönnum. „Við þurfum á hlaupurum að halda í þessum leik. Við höfum verið að horfa til þess hverjir eru klárir í að byrja leikinn og til í að spila mikið. Menn eru að koma mismunandi til baka."

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, er Sölvi spurður nánar út í komandi leik. Gengi Panathinaikos að undanförnu og leikkerfi Víkings koma meðal annars við sögu.
Athugasemdir
banner