Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   þri 12. mars 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH og Fram langt frá því að ná saman - „Hann verður áfram hjá okkur"
Haraldur Einar Ásgrímsson.
Haraldur Einar Ásgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og sagt var hér frá á Fótbolta.net á dögunum þá gerði Fram tilboð í Harald Einar Ásgrímsson, bakvörð FH. FImleikafélagið svaraði með gagntilboði en það er langt á milli félaganna.

Haraldur Einar lék með yngri flokkum Álftaness, Hauka og Fram og lék þrjú tímabil með meistaraflokki Fram áður en hann skipti yfir í FH fyrir tímabilið 2022.

Haraldur er 23 ára gamall og byrjaði 18 leiki með FH í Bestu deildinni í fyrra, þar af alla fimm í úrslitakeppninni. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, segir að félagið vilji halda Haraldi í sínum röðum.

„Þeir sendu tilboð og ég sendi móttilboð. Við vorum langt frá því að ná saman," sagði Davíð Þór við Fótbolta.net.

„Við höfum engan áhuga á að missa Halla. Ég hef lagt þetta þannig upp að ef einhver hefur áhuga á að fá leikmann hjá mér, þá er það í góðu lagi. Við setjum verðmiða á leikmanninn okkar. Ef menn eru tilbúnir að mæta því þá getur leikmaðurinn valið um það sjálfur hvað hann vill gera. Halli stóð sig mjög vel í fyrra hjá okkur og getur leyst nokkrar stöður fyrir okkur. Við höfum ekki mikinn áhuga á að missa hann og hann er með fínt hlutverk hjá okkur. Hann verður áfram hjá okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner