Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 12. maí 2022 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Adam Ægir: Bara þvílíkt sáttur
Adam í baráttunni gegn KA á dögunum
Adam í baráttunni gegn KA á dögunum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Hún er ógeðslega góð, Bara gott að komast á blað og þrjú stig loksins og ég er bara þvílíkt sáttur.“
Sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur um tilfinninguna eftir að Keflvíkingar sóttu sinn fyrsta sigur í sumar þegar Keflavík lagði Leikni á HS-Orkuvellinum 3-0 í kvöld en Adam sjálfur skoraði fyrsta mark leiksins eftir fimm mínútna leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Leiknir R.

Keflvíkingar sóttu sitt fyrsta stig í sumar um liðna helgi þegar lið ÍBV var í heimsókn í Bítlabænum. Fannst Adam leikur kvöldsins og frammistaða liðsins rökrétt framhald frá þeim leik?

„Já fyrstu 30 mínúturnar á móti ÍBV voru góðar og við áttum alveg skilið að vinna þann leik ef við hefðum ekki misst mann útaf en þetta er bara áframhald af því. Við erum búnir að sýna góðar frammistöður í sumar og erum búnir að spila erfiða leiki en loksins gott að halda hreinu og skora þrjú mörk.“

Adam sem er á láni frá Víkingum var spurður hversu mikilvægt það væri fyrir hann að fá alvöru mínútur eftir að hafa vermt varamannabekk Víkinga að mestu síðasta sumar.

„Það er geðveikt að ná 90 mínútum í nánast hverjum einasta leik og gott að byggja ofan á það ég er kominn með tvær stoðsendingar og mark núna og þetta er bara geggjað. Vonandi geta Víkingar notað mig í framtíðinni því mér finnst ég eiga heima í bestu liðunum á Íslandi.“

Sagði Adam en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner