Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   fim 12. maí 2022 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Adam Ægir: Bara þvílíkt sáttur
Adam í baráttunni gegn KA á dögunum
Adam í baráttunni gegn KA á dögunum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Hún er ógeðslega góð, Bara gott að komast á blað og þrjú stig loksins og ég er bara þvílíkt sáttur.“
Sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur um tilfinninguna eftir að Keflvíkingar sóttu sinn fyrsta sigur í sumar þegar Keflavík lagði Leikni á HS-Orkuvellinum 3-0 í kvöld en Adam sjálfur skoraði fyrsta mark leiksins eftir fimm mínútna leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Leiknir R.

Keflvíkingar sóttu sitt fyrsta stig í sumar um liðna helgi þegar lið ÍBV var í heimsókn í Bítlabænum. Fannst Adam leikur kvöldsins og frammistaða liðsins rökrétt framhald frá þeim leik?

„Já fyrstu 30 mínúturnar á móti ÍBV voru góðar og við áttum alveg skilið að vinna þann leik ef við hefðum ekki misst mann útaf en þetta er bara áframhald af því. Við erum búnir að sýna góðar frammistöður í sumar og erum búnir að spila erfiða leiki en loksins gott að halda hreinu og skora þrjú mörk.“

Adam sem er á láni frá Víkingum var spurður hversu mikilvægt það væri fyrir hann að fá alvöru mínútur eftir að hafa vermt varamannabekk Víkinga að mestu síðasta sumar.

„Það er geðveikt að ná 90 mínútum í nánast hverjum einasta leik og gott að byggja ofan á það ég er kominn með tvær stoðsendingar og mark núna og þetta er bara geggjað. Vonandi geta Víkingar notað mig í framtíðinni því mér finnst ég eiga heima í bestu liðunum á Íslandi.“

Sagði Adam en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner