Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fös 12. júlí 2024 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sveindís ótrúlega vinsæl - „Hlakka til að fá að spila með þeim"
Icelandair
Sveindís eftir leikinn.
Sveindís eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sveindís og Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Sveindís og Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er klikkað, akkúrat eins og við plönuðum þetta. Að vinna Þýskaland 3-0 er risastórt," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona, eftir magnaðan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Sveindís átti stórleik þar sem hún skoraði eitt og lagði upp hin tvö mörkin fyrir Ísland.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Stóra málið er að við erum komnar á EM og við ætlum að fagna því vel í kvöld."

„Við vorum með yfirhöndina í öllu, baráttunni. Við vildum þetta meira en þær. Ég held að þær hafi komið slakar inn í þetta þar sem þær voru komnar á EM en við settum bara extra púður í þetta. Við áttum þetta fyllilega skilið."

Það var gríðarlega mikil stemning á vellinum og stelpurnar á Símamótinu skemmtu sér vel að sjá fyrirmyndirnar sínar. Sveindís er augljóslega ótrúlega vinsæl hjá ungu kynslóðinni og er hún gríðarleg fyrirmynd.

„Ég vona að fólk sjái að þetta skiptir máli. Í alvörunni talað. Að fá svona marga á völlinn skiptir svo miklu máli. Ef við fáum svona góðan stuðning þá gefur það okkur auka kraft. Ég vona að fólk haldi áfram að koma á völlinn og vonandi verður bara Símamót alltaf þegar við spilum og þá koma svona margir."

„Mér finnst það mjög gaman," sagði Sveindís aðspurð að því hvernig það er að vera svona mikil fyrirmynd. „Það er gott að ég geti gefið þessum ungu stelpum eitthvað. Ég vona að þær haldi áfram að æfa sig því einn daginn taka þær við af okkur. Ég hlakka til að fá að spila með þeim vonandi. Einn daginn verða þær á vellinum og þá verð ég líka í stúkunni að styðja þær áfram."

Sveindís er á leið inn á sitt annað Evrópumót með Íslandi. „Það er geðveikt. Ég er ótrúlega spennt og ég veit að við ætlum að gera betur en síðast."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner