Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. ágúst 2022 10:22
Elvar Geir Magnússon
Jonjo Shelvey frá í þrjá mánuði
Jonjo Shelvey.
Jonjo Shelvey.
Mynd: EPA
Búist er við því að Jonjo Shelvey, miðjumaður Newcastle, verði frá í tólf vikur eða svo vegna meiðsla aftan í læri.

Þessi þrítugi leikmaður meiddist í æfingaleik gegn Benfica þann 26. júlí.

„Þetta er mjög leiðinlegt fyrir hann og fyrir okkur. Þetta eru flókin meiðsli og við þurftum að láta skoða hann vel og fá nokkur álit. Við búums við því að hann verði frá í um þrjá mánuði," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.

Shelvey hefur spilað 160 byrjunarliðsleiki í deild síðan hann kom til Newcastle í janúar 2016. Meiðsli hrjáðu hann einnig á síðasta tímabili en hann var talsvert lengi frá vegna kálfameiðsla.

Hann var mikilvægur fyrir Newcastle seinni hluta síðasta tímabils en Newcastle hefnaði í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Newcastle vann nýliða Nottingham Forest í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi en liðið heimsækir Brighton á morgun.
Athugasemdir
banner
banner